Loksins!

Í dag fengum við loksins fréttirnar sem við erum búin að bíða eftir í eftirvæntingu. Það er komið nýtt fyrirtæki inn! Við erum loksins á launaskrá. Það eina slæma en samt skiljanlegt er að við þurfum að fara í atvinnuviðtal til að sjá hvort við höldum starfinu. Mjög líklega verðum við ráðin nema við föllum á eiturlyfjaprófi eða sakaskráprófi, hinsvegar vitum við ekki hvort starfstitlarnir okkar breytast eða ekki, einnig koma launin og annað til með að breytast. Það er svosem ekki mikið mál í mínum heimi svo framalega sem ég hef vinnu.

Í gær fór ég í atvinnuviðtal fyrir að vera yfirmaður yfir 101 íbúðum í gettóinu, ég mætti galvösk á svæðið og eftir um klukkutíma inn í viðtalið fór mér ekki að lítast á blikuna, ég átti að vinna og búa í gettóinu í eldgömlum íbúðum, vinnusíminn er gsm síminn minn, ef eitthvað kæmi upp á kl 3 um nótt þá væri hringt í mig og jafnvel þó það væri ekkert sem ég gæti gert var ætlast til að ég mæti hress og kát um miðja nótt á staðinn! Allt þetta fyrir skítalaun í holu í gettóinu. Hvorki mér né Jeff leyst á blikuna en jahh, betra en að svelta ekki satt.... Um leið og við fréttum við værum 99% líklega ráðin og þar sem ég veit að ég er ekki eyturlyfjaneitandi eða glæpakona þá hringdi ég og lét þá vita að því miður gæti ég ekki tekið stöðuna. Þvílíkur léttir.

Ég læt ykkur svo vita meira á morgunn eða Mánudag þegar ég fæ að vita meira endanlega. Það versta við þetta allt saman er að jafnvel þótt ég sé komin á launaskala þá fæ ég ekki útborgað á næstunni :P En við komum bara sterkari út úr þessu fyrir vikið!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband