Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ég Datt í Lukkupottinn!!

Mér líður eins og ég hafi unnið í lottó en ég fékk staðfest í dag að ég er komin með nýja vinnu!! Þetta er auðvitað frábærar fréttir þar sem staðan sem ég er í núna þar er ekkert að gerast og ég hef sterkan grun um að þau eru að nota okkur. Þeir hafa gert okkur vel grein fyrir því að þar sem við erum ekki fastráðin þá getum við verið rekin á staðnum án fyrirvara, svo ég hugsaði með mér hmmm, það gengur á báða bóga ekki satt....svo ég gaf þeim klukkutíma fyrirvara afþví ég ákvað að vera góð! Ég s.s. kom úr viðtalinu með vinnutilboð í dag kl 5 og hætti kl 6 hehe. Ég byrja í nýju vinnunni á Mánudaginn sem þýðir að ég þarf að flytja þessa helgi, ég hef ekki hugmynd um hvert þar sem mig vantar íbúð...núna! En ég fer á morgunn að leita og vonandi kemst ég inn einhverstaðar þessa helgi þar sem ég þarf að skila íbúðinni af mér á Mánudaginn sem þýðir 3 dagar í að finna íbúð, pakka og flytja hehehe bjartsýn ekki satt!! En ég vildi frekar hafa þetta svona heldur en að hanga í vinnunni hundfúl í aðra viku að drepast úr spenningi að byrja í nýju vinnunni. 

 Það góða við þetta er líka að ég fæ mun betur borgað og komst inn hjá mjög góðu fyrirtæki sem er ekki að fara á hausinn hehe. Algjör draumur í dós, ég er mjög heppin að hafa fengið þessa stöðu en vanalega þá gefa þeir þér stöðuhækkun innan fyrirtækisins en þeir fundu engan fyrir þessa stöðu sem hafði nægilega reynslu svo í raun já, þá datt ég í lukkupottinn! 


Atvinnutækifæri

willows_eve
Eins og ég hef áður sagt frá þá er ég tímabundinn starfsmaður í gegnum þriðja party fyrirtæki. Um daginn þá réð Alliance sem sér um að reka eignina okkar (þótt þeir eiga hana ekki) starfsmann úr sínum röðum sem yfirmann Bethany eignanna sem eru 4 talsins. Mér fannst frekar skrítið að þeir réðu hana en geta ekki ráðið okkur. Fyrir um viku síðan var þetta formlega tilkynnt í gegnum tölvupóst, 5 mínútum seinna kom símtal frá ráðningafyrirtækinu sem við vinnum fyrir og yfirmaður minn Jada ein sú besta sem ég hef unnið fyrir var rekin. Hún vissi að Jada væri ógn fyrir sína stöðu svo hún losaði sig við hana. Þetta sat ekkert of vel í mig og sérstaklega ekki eftir að þau komu inn með nýjan yfirmann sem meðhöndlaði okkur eins og skít. Valan fór því á netið og sótti um nokkrar vinnur og fékk atvinnuviðtal í dag. 

 

Atvinnuviðtalið gekk rosalega vel, hún sendi mig beint niður í aðalstöðvar til að fylla út umsókn og taka próf (hérna tekur maður oft IQ próf til að komast inn í stöður). Þeir þurfa síðan að skoða bakgrunninn minn og sjá hvort ég sé íslenskt glæpakvendi en ég ætti að fá niðurstöður og vonandi tilboð í enda vikunnar eða byrjun næstu!!

Ég datt í lukkupottinn með þetta starf, ég starfa núna á 482 íbúða komplexu en þetta er yfir 600 íbúðir sem ég sé um. Þær voru byggðar 1978 og eru að fara í gegnum yfir 30 milljóna uppbyggingu. Þeir ætla að skipta söluliðinu niður í tvær grúppur, þeir sem selja íbúðirnar í uppfærðu íbúðunum og þeir sem selja venjulegu íbúðirnar. Þeir vilja að ég leiði uppfærðu íbúðarteymið. Ég er rosalega spennt, þeir vilja að ég fókusi helst á markaðssetningu sem er bara gaman og svo er ekki slæmt að þeir borga mjög vel! Ég fæ hærri tímalaun og mun hærri bónus ásamt fatabónus $500 yfir árið sem ég get eytt í föt. Ég hreinlega get ekki kvartað yfir því. 

Þessi íbúðarkomplexa er í um hálftíma fjarlægð þar sem ég bý núna svo við komum til með að flytja. Hún er upp við fjallgarðinn svo útsýnið er magnað. Það er ekki verra að íbúðirnar sitja við stórt stöðuvatn sem þú getur farið út á bát eða veit eða labbað í kringum! Myndin að ofan er af útsýninu frá vatninu til íbúðanna en byggingin sem þið sjáið á myndinni er þar sem ég kem vonandi til með að vinna!

 Æði ekki satt! 


Yfirmaður Dauðans

burns

Valan er komin í tölu yfirmanna dauðans eftir síðustu viku. Ég er að þjálfa tvær nýjar stelpur upp, önnur þeirra hefur góða hæfileika en ég þurfti að hrista hana aðeins til þar sem það vantaði ýmislegt upp á. Svo eins og góðum mönnum sæmir tók ég hana inn á skrifstofu til mín og átti samtal við hana um að hún þyrfti að bæta sig til ef ég ætti að ráða hana. Ég hélt ég hafði verið rosa góð og næs en ég hræddi greyið stelpuna víst svo að hin stelpan sem ég var að þjálfa upp hætti hehe. Hún hefur sennilega haldið að hún væri næst! Oh jæja ég er komin með nýja sem mér líkar við á meðan sú sem ég átti samtalið við er undir mikroskjá hjá mér ef hún á að meika það.

Eftir tvær vikur er ég svo að skipuleggja Gæludýra ættleiðingadag fyrir íbúana mína. Það er fyrirtæki hérna sem bjargar gæludýrum og ættleiðir þau til góðra heimila en þeir ætla að koma til mín og kynna fullt af sætum hundum og kisum!Ég var annars að komast að því að nýjasta gæludýraæðið hérna eru skunkar...hvað er málið, skunkar!!! Pfft

Af vinnumálunum er ekkert nýtt að frétta, þeir eru ennþá að reyna að selja komplexurnar svo við erum ekki fastráðin ennþá. Við erum samt sem áður á launum og erum að fá bónusa (ekki eins góða og hitt fyrirtækið gaf okkur en bónus engu að síður) eini munurinn er að við erum ekki með sjúkratryggingu.

Efnahagurinn hérna er algjörlega í molum starfsgeirinn minn þarf stöðugt að vera skrefi á undan til að getað lifað af í dag. Við erum ekki í eins slæmum málum og t.d. búðargeirinn þar sem fólk þarf jú að lifa einhverstaðar, það versta er að fólk er að missa vinnuna í tonnatali og getur ekki borgað leiguna sína sem þýðir að við þurfum að henda þeim út sem þýðir að ég þarf að tvöfalda mína vinnu þar sem mitt starf er að fylla íbúðarkomplexuna hehe. Ég er því að vinna nánast around the clock við að ná takmarki mánaðarins ásamt því að þjálfa upp og hræða starfsmennina mína og læra reglur nýja fyrirtækisins.

Við Jeff höfum það gott engu að síður, Michelle systir hans átti afmæli um daginn og vildi fara á djammið. Við vorum ekki alveg að nenna því þar sem jahh...við viljum helst vera komin upp í rúm ekki seinna en kl 11, helst kl 10 hehe gengur reyndar ekki alltaf upp en djammið er ekki alveg á dagskrá hjá okkur elligeitunum. Við erum samt það mikið unglömb að við erum að spá að kaupa okkur sumarpassa í skemmtigarðinn Elitches hérna í Denver!! Við og börnin getum farið og skemmt okkur í rúsíbönunum um helgar!

Allavega, vildi láta heyra í mér, ég býst við að bloggið dettur niður um nokkur sæti á forgangslistanum mínum á meðan vinnan tekur yfir mestallan daginn ég er hinsvegar á fésbókinni og svara til nafns þar allavega einusinni á dag eða svo!

Heyrumst!


Góðar og slæmar fréttir

Slæmu fréttirnar eru að ég fékk hvoruga stöðuna sem ég fór í viðtal fyrir. Þau ákváðu bæði að ráða innan fyrirtækis þar sem þau þurfa ekki að þjálfa starfsmennina upp né fara í gegnum ráðningakostnað. Ég gefst ekki svo auðveldlega upp, fyrirækið sem er hugsanlega að taka yfir eignina mína hefur ekki ennþá dregið sig til baka svo það er ennþá von.

Góðu fréttirnar er að við fengum borgað fyrir Febrúar, þrátt fyrir að það var bara tímalaunin þá hjálpar það rosalega svo ég get borgað reikninga þennan mánuðinn hehe. Þetta er lán frá bankanum sem tekur yfir sem ég þarf að borga til baka ef Bethany borgar okkur einhverntímann. Ég er sátt við það enda engir vextir og ekki neitt. 

Vonandi fer að ráðast úr þessu enda er þetta búið að ganga allt of langt allt of lengi

 


Góðar, slæmar og verri fréttir...

Dagurinn í dag var mjög áhugaverður, ég byrjaði á því að fara í viðtal við Fortune 500 fyrirtæki (mjög stórt og gott fyrirtæki), íbúðarkomplexan er nálægt fjöllunum svo útsýnið er magnað, A klassi (er núna á C klassa) með tveimur sundlaugum, tveimur tennisvöllum, heitum potti og tækjasal. Viðtalið gekk mjög vel og hún ætlar að hringja á mig á morgunn og láta mig vita hvað framhaldið er, hvort ég kemst í viðtal nr 2 eða ekki. Ég er frekar vongóð en það er aldrei að vita. Síðan 10 mín eftir að ég kláraði viðtalið þar, þá var komið að símaviðtalinu, sama fyrirtæki önnur eign en sú er 700 íbúðir niður í miðbæ líka A klassi mjög spennandi!! Hún vildi láta mig vita að hún er að reyna að breyta stöðunni til að falla betur inn í hvað hún þarfnast og er að bíða eftir samþykki frá yfirmanninum sínum með það. Hún ætlar að hringja á mig á föstudaginn til að setja niður tíma fyrir viðtal hjá þeim. Þetta eru góðu fréttirnar, hljómar eins og ég á góða von að komast inn hjá þessu fyrirtæki sem er náttúrulega bara geggjað því ef það gerist erum við á grænni grein.

Slæmu fréttirnar eru að ég frétti í dag að ástæðan fyrir að fyrirækið sem er að taka yfir hefur ekki fastráðið okkur er að Bethany ákvað að sækja um gjaldþrot og setja mína skrifstofu þar inn í, en áður höfðu þeir gefið eignina yfir til bankans. Hvernig sem það gerðist þá virðist vera að Bethany ákvað að hætta við það og reyna að halda Waterfield Court (eigninni minni) en gjaldþrotið sem þeir sækja um gefur þeim x marga daga til að koma upp með viðskiptaáætlun til að halda áfram rekstri. Það hreinlega kemur ekki til greina að ég komi til með að vinna fyrir Bethany í framtíðinni, ekki að ræða það! En Alliance Residential fyrirtækið sem tók yfir er að reyna að bakka út. Hvað þetta þýðir fyrir okkur veit ég ekki nema að við förum til baka í að fá ekki borgað o.s.frv.

Verri fréttirnar eru að bankinn hafði ákveðið að borga okkur fyrir Febrúar, við áttum að fá það í þessari viku. Það kemur sennilega ekki til með að gerast núna þar sem bankinn á okkur ekki lengur og hefur ekkert að gera með okkur. Peningurinn sem þeir skulda mér tæðar 700 þúsund er sennilega farinn, eða það sem er mun líklegra, situr inni á bankareikning á Cayman Islands hehe!

Þetta er orðin meiri vitleysan, við Jeff ákváðum að það er tími að byrja að pakka og taka næsta vinnuboði sem kemur í hús. Það versta við þetta er að Alliance hafði lofað öllu fögru og sagt að ég væri örugglega ráðin þegar pappíravinnan kæmi til baka...sem var til að ég neitaði öðrum vinnutilboðum. Þau voru skref niðurávið en engu að síður vinna!

Valan er að verða mjög reið...


Uppsker erfiðið

Hlutirnir eru loksins farnir að líta upp á við hjá okkur, ég átti samtal við yfirmann minn hjá nýja fyrirtækinu sem er að taka yfir og hún sagði að við yrðum öll ráðin svo framalega sem við værum með hreina sakaskrá og værum ekki á neinum lyfjum, svo við ættum að heyra meira í næstu viku væntanlega. Hún hafði ýmislegt fleira gott að segja, ég greinilega óafvitandi skoraði nokkur stig þegar ég bauð eigendum fyrirtækisins eitthvað að drekka og spjallaði við þau. Ég hafði ekki hugmynd hver þau voru svo það borgar sig að vera gestristin :)

Það sem er spennandi við þetta er að ég veit að ég held sömu stöðu, fæ reyndar annan titil og sennilega hærri laun sem ég verð að segja er ekki slæmt! Á sama tíma meiri ábyrgð og akkúrat það sem ég vildi meira markaðssetning minni sala, en ég verð núna víst titluð sem Sölustjóri. Mér er nokk sama hvaða titil ég held, svo framalega sem ég fæ útborgað.

Viðtalið sem ég fór í í vikunni gekk mjög vel og þau hringdu í mig í dag og vildu fá mig í annað viðtal. Ég er núna allt í einu komin með valmöguleika. Það góða við þetta starf er að þetta er á frábærum stað, betri íbúðir en þetta er sala sala sala! Ef ég verð hérna áfram þá á ég meiri möguleika á að vinna fyrir annað frábært fyrirtæki í skemmtilegri stöðu en verri íbúðum og meiri möguleika á stöðuhækkun. Úff erfitt val!

Síðan frétti ég í dag að ein sem vinnur fyrir fyrirtæki sem sendir mér leigjendur og ég múta þeim með kleinuhringjum hafði víst miklar áhyggjur af mér og var að mæla með mér við önnur fyrirtæki en hún vinnur með öllum íbúðarleigjendafyrirtækjunum í Denver. Það var mikils virði, og svo er önnur sem ég vann með að reyna að fá mig inn í sitt fyrirtæki, það er mjög stórt fyrirtæki í sama bransa, það eina slæma er að ráðningaferlið þeirra er svo sjúklega flókið að ef einhver mælir með starfsmanni í þessu tilviki mér, þá er ekkert víst að ég komist að. En ég er svosem ekki með miklar áhyggjur þar sem ég er ánægð þar sem ég er. 

Hvernig fór heimurinn minn úr því að vera með valkostina mína í ræsinu í að vera með nokkur eld í járninu!

Endilega hjálpið mér að velja í könnuninni hehe!


Lúxús íbúðir

Í dag var fyrsti alvöru dagurinn með nýja fyrirtækinu, ég verð að segja að mér líst ekkert á blikuna eftir daginn í dag. Það var allt annað hljóðið í þeim heldur en á föstudaginn. Í dag var okkur sagt að við yrðum sennilega ráðin í lok mánaðarins en á meðan erum við hjá tímabundinni þjónustufyrirtæki. Á föstudaginn var okkur sagt að við yrðum væntanlega ráðin í þessari viku. En oh well, við sjáum hvernig það spilast úr þessu.

Góðu fréttirnar eru að ég fékk annað viðtal, og þótt þetta sé nálægt gettóinu þá er þetta lúxús íbúðarkommúna. Smellið hérna til að fara á heimasíðuna þeirra. Þeir eru með stöðuvatn sem hægt er að veiða eða sigla í, göngustíga, leikfimi, körfubolta völl, tennis völl, kaffihús, bar, þurrhreinsun, bióhús, ráðstefnusal, netkaffi, og margt margt fleira hehe. Ekkert smá batterí, yfir 1500 íbúðir sem er skipt í nokkur þorp. Ég fer í viðtal til þeirra á morgunn kl 1, tek það sem hádegishlé.

Mun betra en síðasta viðtal sem ég fór í þar sem ég var í miðju gettóinu og átti að svara neyðarköllum um miðja nótt, ég hélt nú ekki og Jeff sagði að kæmi ekki til greina. Svo er ég að vonast til að komast í annað viðtal hjá öðru fyrirtæki en ég þekki eina sem vinnur fyrir það fyrirtæki og ætlar að gefa mér góð meðmæli. Jeff sótti svo um stöðu í Flórida en Russ þekkti gaurinn sem var að auglýsa og Jeff sendi Russ umsóknina sína svo hann gæti farið með hana og gefið góð meðmæli í ofanálag.

Af laununum sem þeir skulda mér þá fékk ég uppgefið upphæðina sem þeir skulda mér það eru $6200 dollarar eða næstum því 700 þúsund íslenskar, þetta þýðir sennilega um $4000 eftir skatta sem er samt sem áður tæplega 450 þúsund, ég veit um ýmislegt sem ég get gert fyrir þann pening! Eini vandinn er að við erum í vandræðum með að ná í lögfræðinginn okkar, við erum búin að hringja eins og brjáluð en hann hringir ekki til baka, við komum sennilega til með að gefast upp og náum okkur í annan lögfræðing sem kemur sér illa fyrir hann þar sem hann fær prósentur, því það eru 22 aðrir starfsmenn sem þeir skulda. Vonandi fer þetta að fara í gang hjá okkur þar sem okkur vantar innilega að fara að borga reikninga hehe!!


Loksins!

Í dag fengum við loksins fréttirnar sem við erum búin að bíða eftir í eftirvæntingu. Það er komið nýtt fyrirtæki inn! Við erum loksins á launaskrá. Það eina slæma en samt skiljanlegt er að við þurfum að fara í atvinnuviðtal til að sjá hvort við höldum starfinu. Mjög líklega verðum við ráðin nema við föllum á eiturlyfjaprófi eða sakaskráprófi, hinsvegar vitum við ekki hvort starfstitlarnir okkar breytast eða ekki, einnig koma launin og annað til með að breytast. Það er svosem ekki mikið mál í mínum heimi svo framalega sem ég hef vinnu.

Í gær fór ég í atvinnuviðtal fyrir að vera yfirmaður yfir 101 íbúðum í gettóinu, ég mætti galvösk á svæðið og eftir um klukkutíma inn í viðtalið fór mér ekki að lítast á blikuna, ég átti að vinna og búa í gettóinu í eldgömlum íbúðum, vinnusíminn er gsm síminn minn, ef eitthvað kæmi upp á kl 3 um nótt þá væri hringt í mig og jafnvel þó það væri ekkert sem ég gæti gert var ætlast til að ég mæti hress og kát um miðja nótt á staðinn! Allt þetta fyrir skítalaun í holu í gettóinu. Hvorki mér né Jeff leyst á blikuna en jahh, betra en að svelta ekki satt.... Um leið og við fréttum við værum 99% líklega ráðin og þar sem ég veit að ég er ekki eyturlyfjaneitandi eða glæpakona þá hringdi ég og lét þá vita að því miður gæti ég ekki tekið stöðuna. Þvílíkur léttir.

Ég læt ykkur svo vita meira á morgunn eða Mánudag þegar ég fæ að vita meira endanlega. Það versta við þetta allt saman er að jafnvel þótt ég sé komin á launaskala þá fæ ég ekki útborgað á næstunni :P En við komum bara sterkari út úr þessu fyrir vikið!!


Góðar Fréttir

Eins og ég sagði áður þá fór sótti fyrirtækið mitt um gjaldþrot um daginn svo bankinn tók yfir eignirnar. Í millitíðinni þangað til þeir geta selt þá ræður bankinn inn fyrirtæki sem sér um rekstur eigninnar þangað til þeir selja eða ráða inn fyrirtæki til að sjá um reksturinn. Þetta millifyrirtæki er vanalega bara í um viku eða tvær. Þeir komu inn í dag og héldu smá fund í morgun, það sem kom útúr því er að ég er loksins komin aftur á launaskrá en ég veit ekki hversu lengi, það gæti verið í 2 daga eða mánuð, síðan þegar bankinn selur eða hvað sem þeir gera þá þarf að endurráða okkur til nýja fyrirtækisins eða jahh, þeir reka alla sem sum fyrirtæki gera. Það eru samt sem áður góðar fréttir að ég er komin á launaskrá þótt ég fæ sennilega ekki útborgað næstu 2-3 vikurnar, en þeir eru vonandi að koma með annað fyrirtæki inn sem tekur yfir á næstu dögum.

Aðrar góðar fréttir eru að ég fékk símhringingu og var boðuð í atvinnuviðtal. Þetta er skítastaður í gettóinu með aðeins 101 íbúðir síðan 1968 (til viðmiðunnar er í 482 íbúðum byggðar 1986 sem telst gamalt). En ef ég verð rekin frá núverandi stað þá á ég möguleika á annarri vinnu. Ég fer niður í launum en þó mun betra heldur en að svelta. En allavega smá fréttir, ég læt ykkur svo vita þegar ég fæ að vita meira.


Fréttir

Ég komst að því í dag að tæknilega hef ég ekki verið með vinnu síðasta mánuðinn. Fyrirtækið mitt Bethany leigði okkur frá starfsmannafyrirtæki sem heitir VS. Ég leit alltaf á og var sagt að ég væri starfsmaður Bethany. Það kemur svo í ljós í dag að Bethany hafi sagt upp samningnum sínum við VS sem þýðir að við höfum í raun verið rekin, nema hvað, hvorki Bethany né VS lét okkur vita. Bethany lofaði öllu fögru og sagðu okkur að við værum enn starfsmenn þeirra þrátt fyrir að vita að við værum það ekki, og ofan á það með engar tryggingar, svo ef ég slasaðist við vinnuna mína þá er ég ekki með neina tryggingu fyrir því. Þegar bankinn kom í dag, og þetta er kona sem sér um fjölmörg fyrirtæki eins og okkur sagði að hún hafi aldrei upplifað jafn mikið siðleysi og Bethany hefur sýnt gagnvart starfsmönnunum sínum.

Bankinn kom í dag og lét okkur vita að hjálp væri á leiðinni og við ættum von á að fá annað fyrirtæki inn til að taka yfir á næstu dögum. Sem stendur erum við ekki að vinna fyrir einn né neinn en höldum samt áfram að koma til vinnu af hreint og beint einskærri góðmennsku. Vonandi líta tilvonandi vinnuveitendur vel á það, enda erum við að spara þeim nokkrar milljónir við að halda skrifstofunni opinni og ráði okkur. Það getur nefninlega alltaf gerst að þeir sem taka yfir reki alla og komi inn með sitt eigið starfslið. En allavega við lítum á þetta sem mjög góðar fréttir, það er ljós við enda ganganna. Það er möguleiki á að við fáum endurborgað það sem Bethany skuldar okkur og við endum með vinnu, ég vonandi veit meira á föstudag eða byrjun næstu viku.

Ég læt ykkur vita þegar ég frétti meira.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband