Kveðja

Í gær kvaddi Ársæll, maður Pöllu Töntu systir mömmu þennan heim. Hann var langt leiddur af krabbameini og er því á betri stað núna. Ég man eftir því þegar ég var lítil í kringum jólin en þá fórum við alltaf í jólaboð til Ársæls og Pöllu Töntu sem var alltaf jafn gaman. Einnig áttu þau ljósabúð á laugarveginum og bjuggu á hæðinni fyrir ofan og ég vissi ekkert jafn skemmtilegt en að heimsækja þau þangað þar sem í mínum barnshuga var það rosalega flott að búa í búðinni sinni :) 

Hugur minn liggur hjá Pöllu Töntu, börnum og barnabörnum, þau voru gift í yfir 50 ár sem í nútíma samfélagi er mjög aðdáendavert. Við kveðjum þig Ársæll héðan úr Bandaríkjunum með góðum hug þar sem við vitum að þér líður vel núna. 

 

"En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur 
og Guð, faðir vor, 
sem elskaði oss og gaf oss í náð eilífa huggun 
og góða von, 
huggi hjörtu yðar og styrki í sérhverju góðu verki 
og orði."
(II. Þessaloníkubréf 2:16-17)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband