Laugardagur, 13. janúar 2007
Frost og snjósleðaferðir
Hérna er 20 stiga frost, svo það er hörkuvetur í gangi sem stendur. Síðustu helgi var okkur boðið heim til Nicki og Bo þar sem við horfðum á undanúrslit í amerískum fótbolta og spiluðum spil. Kvöldið endaði svo í að við renndum okkur á sleðum niður götuna kl 2 að nóttu hehe, sem var einstaklega skemmtilegt, ég er enn með góðan marblett á hnénu eftir það ævintýri. Alveg þess virði.
Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang hérna ég tók hörku fýlukast á Jeff um daginn til að reyna að fá hann til að fara til læknis, en hann er búinn að vera með hóstakjöltur í allt of langan tíma að mínu mati. Eftir fyrsta fýlukastið ákvað hann að fá símanúmerið hjá lækninum en þegar ekkert varð úr því reyndi ég aftur hehe, en það virkaði ekki. Ansans þrjóskuhít sem þessi maður er. Reyndar er hóstinn að skána svo það er í lagi í bili :) En ég er alveg búin að sjá það, að ef ég vil fá eitthvað út úr honum, þá tek ég bara smá fýlukast og hann verður eins og smjör á milli handanna á mér (svona nánast) haha!
Annars eru komnar nýtt myndaalbúm inn hér til hliðar frá jólunum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hihi, svo ég er ekki ein með það að hafa gaman af að renna mér:) Kveðjur, nina
Nina Anna Dau (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.