Vesen!

Þegar Jeff ætlaði í vinnuna núna í morgun þá uppgötvaði hann að það væri búið að brjótast inn í bíldrusluna okkar. Einhver hafði fyrir því að brjóta rúðuna farþegameginn og stela útvarpinu (sem er btw af lélegri gerðinni). Við skiljun alltaf afturhurðina opna til þess einmitt að ef einhver hálfvitinn vill brjótast inn í bílinn þá í staðinn fyrir að brjóta rúðuna hafi hann góðan aðgang inn í bílinn, en neiiii þessir greinilega höfðu ekki fyrir því að athuga! Svo ég drattaðist út kl 5 um nótt til að taka myndir fyrir tryggingarnar, en þegar sólin kemur upp og skrifstofan opnar þá getum við gert eitthvað í málunum. Við teljum að við eigum að vera tryggð fyrir þessu, en annars þá þurfum við að punga út slummu af peningum fyrir rúðu sem er sennilega jafnvirði bílsins hehe. Það furðulegasta af öllu er að það er ekki auðvelt að komast að bílnum okkar þar sem við erum út í horni í yfirbyggðu bílastæðum svo það er þröngt um, og okkar var eini bíllinn sem var skemmdur en það er fullt af öðrum meira girnilegum bílum til að pota í!


Ansans vesen og vitleysa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg ferlegt þegar er brotist svona inn hjá manni... hvort sem það er bíll eða íbúð!! Vona að tryggingarnar standi sig... Bara vera pínu harður við þá, ég hef reynsluna!! (eftir innbrot í litlu íbúðina okkar í fyrra!)

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 14:48

2 identicon

Gleymdi... Ég svosem þekki ekki tryggingarkerfið þarna úti en hérna heima eru þeir alveg ferlega erfiðir... eða það er mín reynsla!

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 14:49

3 identicon

Já það er spurning hvort sjálfsábyrgðin sé það há að það borgar sig fyrir okkur að tala við tryggingarnar, því líka ef við tölum við tryggingarnar þá hækkar mánaðalega greiðslan líka. Við erum að bíða eftir að vita hvað ný rúða kostar svo tökum við ákvörðun hvað við gerum. 

prumpa (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband