Laugardagur, 20. janúar 2007
"Ný" rúða
Jæja, við redduðum okkur rúðu í bílinn í dag, ég hringdi á ruslahaugana og þeir áttu rúðu sem passaði í okkar bíl s.s. notuð og í staðinn fyrir að borga um 350 dollara fyrir nýja, þá erum við að borga 70 dollara. Mágur minn ætlar að setja hana í fyrir okkur og við tipsum honum svo eitthvað smotterí fyrir vinnuna en hann er að spara okkur helling af pening. Þannig þetta var ekki eins slæmt og það leit út í fyrstu.
Það sem er annars að frétta af okkur er að eiginmaðurinn minn lærði að setja ekki brjóstarhaldara í þurrkarann en þegar hann kom út vantaði aðra spöngina í haldarann, svo núna er ég með annað brjóstið voða perky, en hitt lafandi hehehe...þetta er frekar slæmt þar sem þetta var eini almennilegi haldarinn sem ég átti, svo það verður haldið af stað þegar ég kemst og keyptur nýr. :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.