Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Afmæli og fleira
Það tók okkur viku að fá rúðuna setta í bílinn. Mágur okkar eða maður yngstu systir Jeffs dró okkur á eyrunum með að ætla að setja rúðuna í fyrir okkur í viku, eða þangað til ég sagði þeim að við nenntum þessu ekki lengur og ætlum til atvinnumanns með þetta, þá fóru hlutirnir að hreyfast. Þau töluðu við tengdó, hún talar við bróðir mannsins síns, og hann ákveður að gera þetta fyrir okkur frítt. Fyrir þá sem ekki skilja þá eru tengdó og yngsta systir Jeffs, Michelle, mjög nánar. Þær eru það nánar að tengdó stjórnar lífi hennar á allan hátt (m.a. manninum hennar). Gott dæmi var að við þurftum að ná í rúðuna sem við keyptum og þar sem það var frekar langt í burtu og ekki gott að keyra með plast fyrir rúðunni á hraðbrautunum hérna þá ákvað Jeff að sjá hvort mamma sín gæti ekki hjálpað, enda ekki að vinna. Hún sagðist ætla að hjálpa og gerði það með því að hringja í Michelle svo maðurinn hennar Kai, myndi fara í hádegismatnum sínum að sækja rúðuna. Við voruð auðvitað ekkert rosalega ánægð þegar við heyrðum þær fréttir. En allavega, þetta endaði með því að eftir viku þá fengum við rúðuna innsetna í bílinn og það vesen er búið.
Á laugardaginn buðum við svo Nicki og Bo í heimsókn en þau áttu afmæli í síðustu viku. Það er mjög stutt á milli afmælisdaganna þeirra held bara nokkrir dagar svo við fögnuðum því að þau urðu bæði 35 þetta árið. Það heppnaðist bara vel og þau virtust hafa farið heim ánægð.
Síðan seinasta mánudag fékk ég tölvupóst frá útlendingaeftirlitinu að þau væru að opna málið mitt, en þau voru nýbúin að fá nauðsynleg gögn í mínu máli, sem er fingraförin sem ég fór í 2. nóv. Heh, það virðist taka góðan tíma að senda á milli deilda þarna hjá þeim. Allavega þau létu mig vita að það gætu orðið aðrir 3 mánuðir þangað til eitthvað gerist næst. Svo ég þarf að bíta á jaxlinn og finna nýja þolinmæði sem þraut fyrir löngu síðan. Ljóta vesenið.
Að öðru leyti er lítið að frétta af okkur, við höfum það voða gott saman og sjáum það alltaf betur og betur hvað við eigum vel saman. Reyndar á Jeff smá erfitt þessar mundirnar en yfirmennirnir hans í vinnunni eru í vandræðum þar sem þeir fengu verkefni til að byrja á seinasta ágúst og áttu að klára það fyrir byrjun febrúar næstkomandi. Verkefnið fellur í sér að senda Jeff og samstarfsmenn hans í alla skólana undir umdæminu (sem eru nokkuð margir og misstórir) til að gefa út skýrslu um tölvuástandið þar. Þeir byrjuðu ekki á þessu verkefni fyrr en núna í janúar sem útilokar það að þeir nái að klára þetta fyrir febrúar og ekki nóg með það heldur í miðjum klíðum settu þeir Jeff yfir verkefnið og sögðu honum að hann væri í vandræðum ef þetta gengi ekki og gæti misst vinnuna fyrir vikið. Ehhh, stórskrítin vinnubrögð en þeir eru bara að bjarga eigin rassi. Jeff gat ekki byrjað á verkefninu af eigin bragði, hann fór ítrekað til yfirmanna sinna til að athuga hvenær þeir ættu að byrja á verkefninu og ítrekaði hversu tímafrekt það væri, síðan þegar þeir loksins byrja á því, þá í miðju verkefninu þegar það er nokkuð ljóst að það náist ekki að klára það er Jeff settur yfir svo þeir hafi annan blóraböggul en hann, enda er Jeff með langyngsta starfsaldurinn þarna, næsti á eftir honum hefur 12 ár framyfir hann hehe.
Ferlið hjá þeim var að senda Jeff skriflega umsögn um að hann væri í vandræðum með verkefnið sitt hehe, svo Jeff minn skrifaði til baka um sögu verkefnisins og hverskonar vitleysa þetta væri og hann tæki enga ábyrgð fyrir því að þetta næðist ekki að klárast enda var það aldrei í hans höndum. Í mínum huga er þetta mjög gott, en hann hefur ekki verið hamingjusamur í þessu starfi, samstarfsmenn hans eru allir á eftirlaunaaldri, yfirmennirnir eru hálfvitar og allri þjálfun sem honum hefur verið lofað hefur ekki gengið í gegn. Þetta vonandi rekur hann til að sækja um nýtt starf sem myndi gera honum gott, hinsvegar er hann allt of latur við að standa upp og taka málin í sínar hendur svo ég þarf að sparka vel í rassinn á honum svo hann væli ekki bara um að þurfa að sækja um annað starf heldur fari og sæki um! hehe
Jæja læt þetta duga í bili!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.