Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Skelfilegar teiknimyndafígúrur!
Ég held ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið yfir neinu og þessu. Cartoon Network er búin að vera með auglýsingaherferð fyrir bíómyndina byggða á þáttum frá Adult Swim sem eru teiknimyndir fyrir fullorðna. Þessi herferð og ljósaskylti eru búin að vera uppi í 2 vikur þegar uppþotið kom! Starfsmaður í neðanjarðalest hafði tekið eftir fyrirbærinu og hringdi í yfirvöld sem greinilega fannst þetta líta út eins og sprengjur! Ástæðan, jú það vorur vírar sem fylgdu með skyltinu....uhmmm hvernig væri að við myndum banna allar rafmagnsvörur sem vírar fylgja með!!! hehehe þetta eru nú meiri hálfvitarnir, núna krefjast þeir að eigendur Cartoon Network borgi þeim um milljón dollara en það er reikningurinn fyrir viðbúnaðinum sem þeir tóku vegna auglýsingaskyltanna og þeir vilja að þeir sem settu skyltin upp fari í fangelsi í 2-4 ár!!! Í staðinn fyrir að horfa í eigin barm þá er alltaf horft á nágrannann hehehe, þetta eru nú ljótu hálfvitarnir!
Öryggisviðbúnaður í Boston vegna blikkandi teiknimyndafígúru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.