Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Góður kjúklingaréttur!
Hér er uppskrift af mjög góðum kjúklingarétt! (svona þar sem ég hef ekkert að skemmtilegt að segja:))
1 knippi ferskur kóríander
1 sítróna
1 tsk salt
2 tsk pipar
3 hvítlauksrif
kókosmjólk
Parmesan ostur
2-3 kjúklingabringur
Blandið saman kóríander knippinu og hvítlauksrifunum í matvinnsluvél, skrapið húðina af sítrónunni til að fá betra bragð (valmöguleiki, má sleppa), bætið út í, kreistið safann úr sítrónunni og blandið samanvið maukið ásamt salt og piparnum. Makið saman við kjúklingabringurnar og látið standa í um 30-40 mín.
Brúnið bringurnar á pönnu í u.þ.b. 2 msk af olíu í c.a. 3 mín á hverri hlið á meðal hita, fer eftir stærð bringnanna. Bætið kókosmjólkinni samanvið og látið malla í um 20-30 mín með lokið á. Hitið ofninn í 175°C og þegar bringurnar eru tilbúnar stráið parmesan ostinum yfir og látið bráðna inn í ofni í nokkrar mínútur, farið samt varlega þar sem osturinn á það til að brenna. Einnig er hægt að sleppa þessu stigi og borða kjúklinginn í kókosmjólk sósunni.
Gott er að hafa hrísgrjón og ferskt salat með!
Meira að segja Jeff sem finnst kjúklingur ekkert spes fannst þetta ágætt og það skemmir ekki fyrir að þetta er holt og gott :)
Ekki samt segja Jeff að það sé kókosmjólk í réttinum þar sem hann "borðar" ekki kókosmjólk :D
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.