Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Fundur með heimavarnaráði
Heimavarnaráð eins og útlendingaeftirlitið hérna heitir núna sendi mér bréf um að við ættum að mæta á fund með þeim þann 15. mars. Þar eigum við að sýna framá að við erum í alvörunni hjón. Við eigum að koma með öll skjöl sem sanna það, myndir og fleiri slíkar sannanir :) Þetta er fyrir græna kortið mitt, ætli ég fái ekki græna kortið hérna áður en ég fæ vinnuvísað, það væri alveg týpískt! Ég ætla reyndar að bjalla í þá bráðum og sjá hvernig vinnuvísað mitt og kt ganga :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.