Laugardagur, 10. febrúar 2007
Vúhúúúú!!
Haldið þið ekki að ég hafi ekki fengið vinnuvísað í pósti í dag!! Reyndar er ég ekki komin með kennitöluna ennþá svo það vantar, en frá og með 1 mars get ég farið að vinna hérna í USA!! Ég get bara ekki fengið útborgað þar sem ég þarf kennitölu til þess hehe, en hún hlýtur að koma á næstu dögum. Núna þarf ég bara að koma sjálfri mér í gott stand til að líta almennilega út þegar ég fer í vinnuviðtöl, lita hárið og klippa og svoleiðis hehe....en annars þá er ekkert nema hamingja á þessum bæ!
Valentínusardagurinn er í næstu viku og við hjónin vorum búin að ákveða að fresta honum þar sem við eigum ekki bót fyrir boruna okkar og þurfum að eyða peningunum okkar í nauðsynjar eins og skó á kallinn þar sem hans eru að detta í sundur og svo á hann afmæli líka þannig við samþykktum að fresta honum þangað til við ættum efni á. Svo þegar Jeff kom heim í dag þá kemur hann með heilan poka fullan af góðgæti handa mér, en hann ákvað að gera samt smá valentínusarlegt fyrir mig þótt það sé viku of snemma, en ég fékk konfekt, hjartasúkkulaði og rosa sætt kort :D Hann getur verið svo sætur í sér þegar hann vill :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jæja, það er bara allt að gerast hjá þér núna, kellan mín:) Til hamingju! Vonandi gengur svo vel að finna vinnu og svoleiðis... Gaman að fylgjast með þér og lífinu í USA! Kveðja, nina
Nina (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 13:56
Til hamingju elskan ..loksins er eitthvað að gerast hjá þér...vonandi færðu svo góða vinnu ..þegar þú ert búin að hafa þig til ..he he setja upp vinnulukkið.vonandi færðu svo flótt líka Grænakortið..svo þú komist útur landi í heimsókn.. kveðja mamma og Erlingur
mamma (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 15:35
goodý goodý. Til hamingju.
Magga
maggasalla (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.