Laugardagur, 17. febrúar 2007
Lasarus
Greyið Jeff minn er búinn að vera hundveikur í nótt með upp og niðurgang. Ég vaknaði við hann kl 5 í nótt og byrjaði á því að hlaupa á eftir greyinu með bakteríudrepandi spreyi heh ég spreyjaði allstaðar þar sem hann var, og var ekki til að koma í veg fyrir að fleiri á heimilinu yrðu veikir (ég). Hann er voða slappur greyið, enda hundleiðinleg pest. Mér finnst voða erfitt að horfa upp á hann svona lasinn.
Annars eru síðustu dagar búnir að vera alveg ágætir hjá okkur, ég er á fullu að fullkomna ferilskrána mína en hún er næstum því tilbúin. Nicki er að hjálpa mér með hana og í hvert skipti sem hún er ánægð með útkomuna þá breyti ég henni og klúðra málunum hehe. En það fer að líða að því að ég fer að sækja um vinnur á milljón! Ég lét Michelle lita hárið mitt um daginn og er eiginlega orðin brúnhærð, allavega kom liturinn brúnn út heh, alveg ágætt samt, fór svo í klippingu í dag svo daman er að verða nógu sæt til að fara í öll atvinnuviðtölin sem ég ætla mér að komast í :)
Jeff á afmæli næsta föstudag og ég hef ekki grænan grun um hvað ég á að gefa kallinum. Hann er svo hrikalega nægjusamur að hann þarf ekki neitt, og langar ekki í neitt og finnst nánast sóun á peningum að vera að gefa honum afmælisgjafir. Algjör skoh, en ég hlusta ekki á svoleiðis röfl hann fær afmælisgjöf frá mér og hananú! Hvað það er.....veit ég ekki :P
Hugmyndir vel þegnar!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ ósköp er að heyra þetta með Jeff...og vonandi sleppur þú elskan ......Allt gott að frétta hér á bæ allir frískir og hundlatir....koss og knús mamma
mamma (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 23:10
Takk takk, Jeff er alveg orðinn hress núna og hingað til hef ég sloppið. Reyndar í gær vissi ég að hann væri orðinn hress þegar hann hoppaði á magann á rúmið til að hrella köttinn og bað svo um hamborgara :P
Vala Björk Vieregg, 18.2.2007 kl. 17:18
Ekkert eins og veikir karlmenn. Sveinung er með gubbupest og niðurgang..... 'eg þakka bara fyrir að það er ekki hann sem hefur verið óléttur af krökkunum. Verður alveg hrikalega slappur. En jæja. Vonandi er þinn kall orðinn betri. 'eg hef sloppið enn sem komið er. Vonandi sleppur þú líka.
Magga
maggasalla (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.