Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Neyðarleg atvik fyrir unglinga!
Unglingar tala oft um að foreldrar þeirra geri ýmislegt neyðarlegt sem skemmir mannorð ungrar sálar. Um daginn sá ég eitt fyndnasta atvik sem ég hef lengi séð og það hlýtur að skilja eftir einhver ör á sálinni. Það er staður ekki langt frá þar sem ég bý sem hefur búið til verslanagötu, ferlega kósí miðbæjarstemming. Ég og Nicki vorum að rápa á milli búða og fórum inn í eina fyrir stórar stelpur. Hérna í Ameríkunni geta stórar stelpur verið rosalega stórar og þessi búð fór vel upp í þær stærðir. Ég var að skoða fötin í makindum mínum þegar ég tek eftir þessari líka vel bústinni konu, sennilega í kringum 250 kg án gríns, nema hvað hún var með unglingsson sinn með sér að skoða nærföt sem áttu að vera sexy nærföt fyrir stórar konur en í staðinn voru meira g-strengs tjöld hehe, greyið strákurinn sat þarna rauður og blár biðjandi mömmu sína að drífa sig, en mamman var ekki á hraðferð og fór vandlega í gegnum nærfatavalið. Ég þurfti að taka vandlega á stóra mínum til að detta ekki niður á gólfið og emja af hlátri!!
Annars er plan komið á afmæli Jeffs, hann loksins ákvað hvað hann vildi í afmælisgjöf en það er dvd af uppáhaldsþættinum hans, í viðbót gef ég honum gjafakort í tölvubúð og ég er líka búin að tala við fjölskylduna hans og biðja þau að gera slíkt hið sama. Vonandi fara þau eftir því svo hann geti keypt sér eitthvað fallegt í tölvubúðinni :D
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:51 | Facebook
Athugasemdir
HAHAHAHA! Nokkuð öruggt að hann hafi grátið sig í svefn -nema hugmyndin um mömmu sína í g-strengnum myndarlega hafi tekið af honum allan svefn!
alman (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 16:58
OG why on earth þarf ég að skrifa emailið mitt tvisvar ef ég vill kommenta??? Er þetta svona prent- og rithandar sýnishorn?
alman (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 16:59
hehe, ég veit greyið strákurinn á eftir að vera eitthvða skemmdur :D
Með e-mailinn veit ég ekki, eina sem ég veit er að af þeim bloggþjónustum sem ég hef prufað er þessi lang best, auðvelt að setja inn myndir, texta og hvað sem mér dettur í hug, og það þarf bara að staðfesta email hérna en ekki skrá sig eða annað vesen eins og á sumum.
Vala Björk Vieregg, 24.2.2007 kl. 05:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.