Mánudagur, 26. febrúar 2007
Ammili
Jeffinn minn átti afmæli á föstudaginn svo frúin á heimilinu vaknaði eldsnemma til að baka köku. Þeir sem þekkja mig vita að bakstur er ekki mín sterkasta hlið en haldiði ekki að kakan hafi bara ekki heppnast!! (Eins vel og við er að búast). Síðan á laugardaginn var haldið upp á afmælið, hann pantaði að fara í bíó og á bar/grill eftirá, að sjálfsögðu var honum veitt það. Við fórum að sjá myndina Ghost Rider með Nicholas Cage, ágæt mynd svosem hefði ábyggilega verið betri ef einhver annar en Nicholas Cage færi með aðalhlutverkið, en það er frekar erfitt þar sem hann átti víst stóran hlut í framleiðslu myndarinnar. Eftirá fórum við á sportsbar/grill og fengum okkur að borða þar en nánast öll fjölskyldan var þarna samankomin. Svo héngum við þarna frameftir kvöldi og skemmtum okkur konunglega. Jeff var búin að fá sér vel neðan í því og var kominn á þetta óþolandi stig þar sem hann hélt að hann væri óstjórnlega fyndinn....nema hann var ekkert fyndinn. Svo þegar við komum heim reitti hann af sér brandarana á meðan ég vildi ekkert frekar en fara að sofa hehe...En Jeff skemmti sér vel og það var takmarkið :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hæhæ, biðum spennt eftir fréttum af atvinnuviðtalinu! Hugsum til þín hérna á klakanum og vonum að vinnuleitin skili fljótlega árangur:) Baráttukveðjur, nina og sverrir
Nina og Sverrir (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.