Vinnuviðtal

Ég var alveg búin að gleyma því að ekki allir vita hvernig fór með atvinnuviðtalið hjá mér hehe. En fyrr í vikunni sótti ég um vinnu og fékk svar strax til baka að koma í viðtal daginn eftir. Eitthvað fannst mér þetta skrítið en þegar maður er að reyna að komast inn í markaðsfræðina hérna þá eru ansi mörg fyrirtæki sem vilja hafa af þér pening en ekki öfugt :) Ég leitaði vel og lengi eftir hvort þetta fyrirtæki væri þannig ég fann ekkert slæmt á þá svo þótt mér fyndist ansi margt benda til að þeir væru einmitt fraud fyrirtæki þá ákvað ég samt að skella mér í viðtal, ég fengi í það minnsta æfingu í atvinnuviðtali. Síðan um kvöldið ákvað ég að leita aðeins aftur og þá fann ég eina skýrslu á þá og ég skoðaði heimasíðuna þeirra betur og fattaði að þeir eru meira að reyna að selja mér vinnu en að fá viðskiptavini hehe. Ég ákvað nú samt daginn eftir að skella mér því ég hafði líka hugsað mér að spyrja þau spjörunum út og var forvitin að heyra svörin hehe (þær spurningar sem ég hafði í huga voru ekkert sérstaklega vinalegar). Ég keyri af stað og er búin að keyra í c.a. 20 mín þegar ég fatta að ég tók vitlausa hraðbraut.....þegar ég loksins náði að koma mér til baka eftir að hafa villst í iðnaðarhverfi þá var ég orðin of sein í viðtalið svo ég slepti því á endanum hehe. En í staðinn uppgötvaði ég að það væri atvinnuráðstefna í gangi sama dag svo ég dreif mig þangað. Atvinnuráðstefna hérna er þegar ýmsir vinnustaðir koma saman setja upp bása og kynna þá atvinnumöguleika sem eru í boði og fyrirtækin sín. Þar var ég hvött að sækja um kennarastöðu í margiðlun í háskóla hérna heheh, sem auðvitað kom ekki til greina þar sem ferilskráin mín er kannski ekki alveg sannsögul um reynsluna mína og hef ekki haft neina æfingu á neinu forriti nema photoshop síðan ég kom út úr skólanum. Svo var reyndar fyrirtæki sem selur sjúkrahústæki sem hvatti mig til að sækja um seinna á árinu um margmiðlunardeildina þeirra en þeir búa til allt sitt útgáfuefni sjálfir. Svo það er á planinu :)  Þessi ráðstefna var frekar kúl og það er önnur svona ráðstefna held ég á mánudag, sem ég plana að fara á.

Annað sem er að frétta af mér er að ég náði á lögfræðingnum í sambandi við að fá kennitöluna mína hérna, og ég þarf víst að sækja sérstaklega um hana. Svo ég þarf að fara á mánudaginn og gera það, einnig eigum við símafund með lögfræðingnum á þriðjudaginn til að undirbúa okkur undir fundinn með útlendingaeftirlitinu sem er núna um miðjan mars. Svo er ég búin að ákveða að fara út í leiguíbúðabransann allavega til að byrja með svo ég ætla að byrja að sækja um þar líka. 

Að öðru leiti er allt gott að frétta, við höfum það bæði gott og erum hraust. Jeff er búinn að jafna sig eftir afmælið sitt svo allt er í góðum málum hjá okkur sem stendur. Eina sem mig vantar er vinnukona til að þrífa fyrir mig, en ég þarf víst að koma mér í það núna :P 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband