Miðvikudagur, 7. mars 2007
Spennó
Ég sótti um vinnu í skólaumdæminu sem Jeff vinnur í um daginn í sömu deild og Nicki vinnur í, starfsmannadeildinni. Í vinnulýsingunni þá var ásamt dæmigerðum störfum beðið um einhvern með góða tölvureynslu og þá sérstaklega í bloggum. Ekki málið skoh, ég var ekki lengi að sækja um (ferlið tók reyndar upp undir klukkutíma) og í morgun fékk ég tölvupóst frá þeim þar sem þau báðu mig um að útlista nákvæmar tölvureynslu mína. Eins og hversu oft ég nota forritið, hvað ég nota það í og hversu klár ég er í því. Ég vippaði því saman og sendi til baka og bíð núna spennt eftir hvort að dugi til að koma mér í viðtal.
Það væri frábært að fá vinnu þarna þar sem við gætum deilt bílnum en við myndum vinna í sömu byggingu þótt ekki í sömu deild. En með þessu fyrirkomulagi gætum við beðið með að kaupa bíl og frekar safnað upp einum eða tveim mánuðum lengur (eða þangað til ég nenni ekki lengur að vakna kl 5 á morgnana til að keyra Jeff í vinnuna). Launin eru ágæt, þetta er ríkisvinna svo þau eru ekkert rosalega spes, en góður staður til að fá reynslu og svo ég tala ekki um frí á hátíðardögum!! Allavega vona ég að það komi eitthvað jákvætt út úr þessu og bráðum verði ég komin með vinnu.
Í næstu viku er svo viðtalið við útlendingaeftirlitið og í gær var smá símafundur með lögfræðingnum okkar til að undirbúa okkur undir það sem er að koma. Við erum á fullu að setja saman myndir og fleira sem sannar að við séum í alvörunni hjón svo ef einhver ykkar eiga myndir af okkur og þá helst hópmyndir eða af okkur að gera eitthvað á netinu og vilja senda þær til mín, látið mig vita eða sendið til mín á valabj@comcast.net
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.