Mánudagur, 12. mars 2007
Hiti - bíó og útlendingaeftirlit
Það er 19°C hiti og ég er að steikjast úr hita. Ég er með alla glugga opna, viftuna beint á mig og mér er samt heitt. Það er rétt að koma vor, ég á eftir að deyja í sumar. Síðasta sumar fór ég varla út fyrir hússins dyr í júlí og ágúst, það var hreinlega of heitt fyrir litla Íslendinginn, í sumar neyðist ég sennilega að fara út ef ég fæ vinnu bráðum. Ég hef ekkert heyrt frá skólanum svo ég veit ekki hvort það komi nokkuð úr því. Ég fékk líka kennitöluna mína í pósti í morgun sem er mikið gleðiefni svo núna get ég skráð mig á bankareikninginn okkar, fengið mér ökuskírteini og fl.
Seinasta sunnudag fórum við í bíó á myndina 300. Ekkert smá flott og kröftug mynd en þegar hún var rétt rúmlega hálfnuð þá fór rafmagnið af bíóinu!! AFTUR! Nema í þetta sinn var engin rigning, stormur eða neitt að veðrinu til að olla þessu. Við þurfum því að fara aftur, sitja undir fyrri helming myndarinnar sem við erum búin að sjá. Ég var frekar vonsvikin þar sem ég var búin að bíða lengi eftir að þessi mynd kæmi út, en þeir sem hafa áhuga á ljósmyndun þá er eins og þeir hafa tekið ákveðin ljósmyndastíl og komið honum yfir í bíómyndaform ásamt auðvitað brellum og öðru sem er hreinlega meistaralega vel tekið! Ég fékk gæsabólur á nokkrum stöðum í myndinni hún var svo flott...allavegana þá er planið að fara í bíó seinna í mánuðinum þar sem frímiðinn sem við fengum gildir bara í 30 daga.
Á fimmtudaginn er svo viðtalið við útlendingaeftirlitið, við verðum með tvö albúm þar, annað giftingaralbúmið og hitt verður hitt og þetta albúm með myndum frá því Jeff var á Íslandi, ýmsum atburðum hér, og svo aðra pappíra eins og leigusamning þar sem nafnið okkar beggja er á o.s.frv. Eftir það verður svo farið á fullt í atvinnuleitinni!
Kveðja úr sólinni!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Í kuldanum hérna heima er svo notalegt og hlýtt að lesa bloggin hjá Íslendingum sem búa erlendis. Þar er vorið að koma og sums staðar sumarið að skella á! Gaman að heyra að allt gengur vel. Ég hef kíkt áður í heimsókn til þín og held að ég hafi ekki kommentað ... sorrí. Geri það hér með núna.
Kveðja frá Skaganum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 23:02
Æðislegt að heyra með kennitöluna elskan..Þessi hiti má koma í Hveragerði..en jólapakkinn kom í morgun takk takk ÆÐISLEGA fyrir okkur.Koss og knús kveðja frá Erlingi.
mamma
mamma (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:20
Velkomin Guðríður :)
Gott að heyra að pakkinn er kominn, það tók bara 3 mánuði að berast!! Ekki í fyrsta sinn sem póstkerfið klikkar!
Vala Björk Vieregg, 13.3.2007 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.