Fimmtudagur, 15. mars 2007
Viðtalið búið
Við vorum að koma heim frá viðtalinu við útlendingaeftirlitið. Það var einstaklega furðulegt. Við vorum mætt frekar snemma en við vildum frekar vera snemma í því en seint þar sem ekki er tekið vel í það þar á bæ, svo eftir smá bið komust við að. Kona leiddi okkur inn á skrifstofu og lét okkur sverja eið að við segðum sannleikann og ekkert nema sannleikan svo hjálpi okkur Guð. Síðan staðfesti hún það allavega 5 sinnum við okkur að lögfræðingurinn okkar yrði ekki viðstaddur í viðtalin bara svona til að vera viss. Síðan settumst við niður, og hún fór að spurja mig spjörunum út. Spurningarnar voru á þessa leið:
Hefuru verið handtekin, nei
Hefuru komið inn í landið og verið hent út aftur, nei
Hefuru tekið þátt í hryðjuverkaárásum, nei
Ertu að plana að taka þátt í hryðjuverkaárásum, nei
O.s.frv. Ég bara verð að spyrja, hver svarar já við þessum spurningum!
Annars þá tók viðtalið um 5 mínútur eða svo, hún hafði engan áhuga á að skoða allar myndirnar sem ég kom með og vildi fá fleiri pappíra sem sanna að við eigum sömu hagi, en við höfðum bara eina slíka sem var leigusamningurinn. Hún bað okkur því um að senda inn fleiri þar sem ég er svo nýkomin með kennitöluna að það hefur ekki verið hægt að setja nafnið mitt á neitt sem skiptir máli og síðan henti hún okkur út, búið næsti!
Þegar við vorum komin út spurðum við okkur bæði, hvað eiginlega gerðist þarna inni og hvað kom út úr því...við eiginlega vorum ekki viss nema við höldum að við séum á einhverskonar fresti þangað til hún fái fleiri pappíra. Við fórum því á leiðinni heim í bankann og settum nafnið mitt á bankareikninginn sem er allavega fyrsta skrefið, síðan er að koma að skattaskilum hérna og Jeff setur nafnið mitt þar inn á, svo þarf ég að safna öllum pósti og bréfum sem eru stíluð á okkur bæði o.s.frv. Þannig ef þið viljið senda mér póstkort, stílið á Vala and Jeff Vieregg :)
Annars er helgin framundan, St. Patreksdagurinn er á laugardaginn en við erum nú ekki með nein plön fyrir hann enn sem komið er, og við erum að spá að gera tilraun númer 2 til að sjá 300 án þess að bíóið missi rafmagn.
Svo næsta þriðjudag er atvinnuviðtalið mitt og þangað til þá verð ég ekkert á msn. Eitt sem ég hef komist að er að enskan mín tekur 2 skref afturábak í nokkra daga þegar ég hef talað við fólk á íslensku, sérstaklega þegar ég tala í síma eða á skype. Þannig slík samskipti verða spöruð þangað til eftirá svo ég stami ekki of mikið í viðtalinu :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég hefði bara svarað með jái þú hefðir allavega fengið meiri athygli en í 5 mín hehe..Kanar hver skilur þá??????????kveðja mamma
mamma (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 21:06
Bíddu...... sagðiru þeim ekki frá þegar við vorum handteknar á ítalíu og hryðjuverkaárusunum sem þú og Sigrún plönuðu í Róm? (nb Eg var ekki með)
jæja þeir komast nú þá bara sjálfir að því og þá liggur þú í því.
Vona svo bara að það hafi gengið vel í viðtalinu í dag
ta ta magga
maggasalla (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.