Viðtal nr 2

Þá er viðtal númer 2 búið, vinnuviðtalið! Það tóku heilar fjórar konur við mér með nokkra blaðsíðna lista af spurningum handa mér. Mér leið ansi sérstakri :) Viðtalið sjálft gekk ágætlega, ég stamaði ekki of mikið á enskunni og náði að koma flestu út úr mér á réttan hátt. Ég svaraði öllum spurningunum þeirra sama hversu asnalegar þær voru en hvað ég svaraði man ég ekki þar sem ég bullaði nánast úr mér tunguna. Enda lítið annað hægt þegar maður fær spurningu eins og; "Hvernig ætlaru að betrumbæta starfsmannadeildina ef þú yrðir ráðin" Uhmm....þar sem ég hef ekki hugmynd um hvernig deildin virkar þar sem ég vinn ekki þar ennþá allavega! En ég bullaði eitthvað um að betrumbæta vefsíðuna þeirra sem er mjög óregluleg og erfitt að finna nokkurn skapaðan hlut á henni. Svo var próf í lokin, ég átti að framkvæma einföld reiknisdæmi þar sem þau virðast reikna launin í höndunum....hehe (ég skynja ansi mörg mistök) og setja upp töflu í Excel og síðan sennilega það sem var verst fyrir mig, að skrifa svar við tölvupósti þar sem sett var upp ákveðinn atburður sem ég átti að svara fyrir. Að öðru leiti gekk ágætlega, ég allavega gerði mitt besta. Nú er bara að bíða og vona, ég legg þetta í Guðs hendur.

Helgin var annars fín, veðrið er búið að vera frábært, hitinn fer upp í 20°C og Valan náði meira að segja að brenna á laugardaginn eftir að hafa staðið úti í korter....svo núna er ég með smá lit, rauð, en hey, rauður er líka litur!! hehe

Ég er annars farin að hlakka mjög til að fá vinnu, aðallega að fá útborgað svo ég geti farið og verslað almennilega, innkaupalistinn verður alltaf lengri með hverjum deginum en ég var voða góð og spurði Jeff hvað hann væri búinn að plana að kaupa þegar við fengum meiri pening milli handanna, hann sagðist ekki vanta neitt mér til mikilla léttis en það táknar að ég get verslað einn þá meira!! hehe alltaf góð ástæða fyrir að fara að vinna :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HæHæ..Vonandi gengur þetta hjá þér elskan...En heyrðu hvenær kemstu á msn eða að spjalla við mig á skype?

kveðja mamma

mamma (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband