Vinnuleit

Þá fékk ég svar frá skólaumdæminu en þau ákváðu að ráða einhvern annan. Ég fékk semsagt ekki vinnuna. Það sem tekur þá við hjá mér er að í dag fer ég á ráðningaskrifstofu og tala við þau þar ásamt því að tala við aðra ráðningaskrifstofu í leiguíbúðabransanum, svo ég hef enn nokkur spil upp í erminni.

Seinustu helgi þá var afmælisveisla fyrir Avery, hún varð eins árs á St Patreksdag, nema þar sem mamma hennar og amma geta ekki með nokkru móti framkvæmt nein plön þá fengum við símtal seinnipartinn á laugardag þar sem við vorum boðuð í afmælisveislu daginn eftir. En við höfðum þá planað að fara í bíó og reyna að sjá restina af 300 á sunnudeginum, en í staðinn þurftum við að fara í barnaafmæli og stoppa á leiðinni til að kaupa afmælisgjöf :P Það þarf ekki að segja að við vorum ekki í góðu skapi á sunnudeginum.

Að öðru leiti höfum við það gott, það er búið að vera rosalega gott veður hérna undanfarið en núna er aðeins farið að halla í vindinn, það er skýjað og rok með von um snjókomu í kvöld fyrir okkur. En þetta er ekki óvænt hérna getur snjóað vel fram í apríl, sólardagarnir eru bara fleiri.

Fyrir ykkur sem ég talaði við á msn um daginn þá er ég ekki ennþá búin að ákveða að kaupa litla sæta fuglahúsið sem ég sá, það er hinsvegar aldrei að vita að ég geri það í dag en ég þarf að fara í nágrennið þar sem þeir selja það eftir viðtalið við ráðningaskrifstofuna í dag, sem ég þarf að fara að hafa mig til fyrir. Við heyrumst því seinna! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HæHæ elskan .Leitt að heyra um vinnuna ..en þú huggar þig bara við páskaeggin  he he Eru þau nokkuð komin?

Kveðja úr Kambahrauni...

mamma (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Nei engin páskaegg ennþá :) En ég á svo sannarlega eftir að hugga mig við þau!! hehe

Vala Björk Vieregg, 28.3.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband