Sunnudagur, 1. apríl 2007
Páskapakki!
Ég sit hérna fyrir framan tölvuna og maula á páskaeggjum sem mamma og Erlingur sendu okkur fyrir páskana. Við fengum tvö stór páskaegg nr 4 held ég, og tvö nr 2 eða 3 og svo nokkur númer 1. Þegar við opnuðum pakkann þá voru bæði stóru páskaeggin brotin og nokkur af þeim litlu nema bréfin af litlu páskaeggjunum voru eins og tollurinn hafi opnað þau, smakkað og tekið súkkulaðitoll. Eftir nánari skoðun þá sáum við að súkkulaðið sem var dreift um kassann var af litlu eggjunum en ekki þeim stóru eins og við héldum í upphafi svo sennilega hefur enginn gætt sér á páskaeggjunum okkar heheh.
Í gærnótt byrjaði svo að snjóa, það var búið að vera rigning og skýjað í tvo daga og svo snjór. Í dag er reyndar sól svo snjórinn er eiginlega allur bráðnaður. Ég frétti reyndar frá mömmu að það hefðu verið einhverjir skýjastrókar hérna í nágrenninu en ég varð ekkert vör við það, enda lítil hætta á því hérna í borginni.
Þar sem það er að koma sumar bráðum þá ákvað daman að kaupa sér brúnkusprey. Þetta er þannig öðruvísi en kremið en eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta spreyjað á líkamann. Ég var mjög sniðug og ákvað að prufa á fæturna fyrst. Í dag er ég því með eins blettótta fætur og hægt er að vera hehe, ég er nánast eins og blettatígur það er það slæmt. Þannig það er spurning að detta aftur í kremið, ég á nú samt eftir að prufa einusinni enn og sjá hvort ég hafi bara ekki spreyjað eitthvað vitlaust :D
Heyrumst seinna!!
Vala tilvonandi brúna og sæta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæhæ Alltaf ertu jafn seinheppin auðvitað varsat þú að verðablettótt he he þú verður að láta einhvern annan spreyja þig og ekki standa of nálægt þér..Verði ykkur að góðu með páskaeggin.
kveðja Mamma
mamma (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.