Gift í 2 ár!

Við áttum tveggja ára brúðkaupsafmæli mánudaginn 2 apríl. Í tilefni dagsins kom bóndinn heim með stóran blómavönd af rósum, sem var mjög skemmtilegt því tveim vikum áður eða svo kom hann líka heim með blóm og þau eru ennþá lifandi!! Við elduðum saman í tilefni dagsins, þ.e. Jeff eldaði, ég bjó til eftirmat voða næs! Góður dagur í heildina litið :)

Ég er ennþá að leita mér að vinnu, ég breytti ferilskránni þannig að ég flagga því ekki strax að ég er innflytjandi svo vonandi fæ ég einhver svör við því, ég á viðtal á föstudag eftir viku við ráðningafyrirtæki í leiguíbúðabransanum en það á víst að vera tiltölulega auðvelt að komast inn í þann bransa svo ég vona að eitthvað fari að gerast þá.

Páskarnir eru á næsta leiti, en að vanda förum við í hádegismat til tengdamömmu mágkonu minnar hehe, af einhverri furðulegri ástæðu eigum við að koma með vín aftur, þótt þau vita að hvorki ég né Jeff höfum nokkuð vit á víni og kaupum bara ódýra flösku í fallegum umbúðum :P þar sem hvorugt okkar drekkur vín þá stendur okkur á sama hvað við kaupum hehe (voða næs ég veit).

Annars eru dagarnir hjá mér svona, ég vakna, fer í tölvuna og sæki um trilljón vinnur, skoða tölvupóstinn minn hundrað sinnum yfir daginn og bölva öllum 1-800 númerunum sem hringja í okkur og vilja selja okkur eitthvað sniðugt í staðinn fyrir atvinnurekendur til að bjóða mér vinnu. Á kvöldin leik ég mér svo í Photoshop og er komin með gallerý upp á deviantArt sem þið megið endilega skoða og láta mig vita hvað ykkur finnst :) http://valkyrjan.deviantart.com 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju elsku   Vala og Jeff með 2 ára brúðkaupsafmælið..ég var búin að gleyma því he he..Gleðilega páska líka við erum með svo mikið af gestum yfir páskana að ég má ekkert vera að  tölvast neitt he eh..

Ástarkveðja Mamma og Erlingur....

mamma (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband