Gleðilega páska

paskabadGleðilega páska öll sömul, vonandi höfðuð þið það gott um páskana. Lífið hérna í ameríkunni var frekar rólegt, okkur var boðið í hádegismat á páskadag til tengdamömmu mágkonu minnar hehe smá flókið, en við fórum ekki þar sem Jeff var búinn að vera frekar slappur í maganum og hvorugt okkar nennti sérstaklega að fara. Við því bara vorum heima í notarlegheitum borðuðum súkkulaði og góðan mat. Síðan má náttúrulega ekki gleyma Líf sem fékk páskarækjur eftir að hún fór í páskabaðið sitt.

Af vinnuleitinni þá er lítið að frétta, ég fékk jákvæð viðbrögð við þjónustufulltrúastarfi sem ég sótti um, en mig langaði svosem ekkert sérstaklega að vinna við það en allt er betra en ekkert. Það reyndar varð ekkert úr því þar sem ég þyrfti að ferðast í tvo tíma í strætó til að komast á leiðarenda og launin voru ekki nógu góð til að ég nenni að leggja það á mig :) Ég á svo viðtal við ráðningaskrifstofu í leiguíbúðabransanum á föstudaginn svo vonandi kemur eitthvað úr því.

Við höfum það annars gott eins og vanalega, það er búið að vera kalt yfir páskana, snjóaði á sunnudeginum og svo á mánudeginum þá fór hitinn upp í c.a. 18°C aftur hehe, það getur stundum verið smá munur á milli daga veðurlega séð. Annars bið ég bara að heilsa ykkur úr ameríkunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að kíkja hingað. Svo vildi ég bara minna þig á að þú ert alveg að verða kelling eins og ég   Ja ja ´svona er lífið.

Gangi þér vel í atvinnuleitinni! Heyrumst magga salla

maggasalla (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband