Afmæli

Eins og Magga Salla benti á þá er ég að verða kelling eins og hún og Agla Marta á morgunn. Ég held ég ætli að afneita því og halda upp á 25 ára afmælið mitt í staðinn....það er aldrei of oft haldið upp á 25 ára afmælið!! Jeff er að plana eitthvað skemmtilegt handa okkur á laugardaginn svo ég bara get slakað á og leyft honum að sjá um þetta....það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir hehe

Þar sem ég er ekkert að verða fullorðin þá sit ég hérna og gæði mér á Lucky Charms í hádegismat og þegar það er búið ætla ég að halda áfram að leita mér að vinnu :D Oh well, við heyrumst seinna! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Vala mínþ

Í dag er sumardagurinn fyrsti,og sólin skín í 2ja stiga hita

Þetta er einn af fáu afmælisdögum sem ég man,því að hún mamma þín þvoði

bleijurnar mínar níu mánuðum áður þegar Kiddi  minn fæddist.

Okkar innilegustu hamingjuóskir með 30.ára afmælið,og Palla tanta biður

fyrir kveðjur til þín og Jeffs.Hafðu góðar afmælisdag

Vilborg Ósk Ársælsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 13:13

2 identicon

Til hamingju með afmælið Vala. Vonandi áttu góðan dag.

Það er útlit fyrir gott sumar á Íslandi þar sem sumar og vetur frusu saman, gott fyrir mig.....

Hafðu það sem allra best

Saló (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 14:32

3 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Takk takk og gleðilegan sumardaginn fyrsta!! Hérna er nánast alvöru sumarveður, sól, heiðskýrt og um 16°C! :D

Vala Björk Vieregg, 19.4.2007 kl. 18:43

4 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Takk takk og gleðilegan sumardaginn fyrsta!! Hérna er nánast alvöru sumarveður, sól, heiðskýrt og um 16°C! :D

Vala Björk Vieregg, 19.4.2007 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband