Gulltennur og hrukkukrem

Takk Magga og Lella fyrir að hringja í mig í gær!! Ekkert smá gaman að tala við ykkur! Vá hvað er orðið langt síðan ég hef hitt alla vini mína enda erum við stranglega að stefna að því að koma heim um jólin en það lítur allt út fyrir að ég verði komin með græna kortið fyrir þann tíma....*krossleggjafingur*

Ég lærði það frá Möggu Söllu að við ættum að byrja að nota hrukkukrem 25 ára sem forvörn...sem ég hef aldrei gert þannig það stefnir allt í að ég verði mega hrukkótt eftir 10 ár eða svo! Nema auðvitað að ég hafi góð gen :)

Í tilefni þess að bóndinn er að taka dömuna út á lífið á morgunn þá vaknaði frúin snemma og makaði á sig brúnkukremi um allan kropp sem er að koma fram núna með ansi góðum blettum :P En ég verð að reyna að laga það í kvöld þar sem daman keypti sér kjól líka í tilefni þess að vera svona ung og sæt (og áður en hrukkurnar koma í ljós) rosa sætur svona blómakjóll og hálsmen við, ég set vonandi inn myndir um helgina úr afmælinu mínu :)

Ég fór út í sjoppu áðan að kaupa gos og stelpan sem var að afgreiða var með gullhúðaðar framtennur hehe, ekkert smá ljótt!! Ég var að spá að segja henni það en hún leit út eins og hún gæti lamið mig í klessu ef ég opnaði munnin svo ég bara starði, rétti henni peninginn og fór út! hehehe lúðafólk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband