Þrítug

Dagurinn hjá okkur byrjaði á að við fórum að versla, svo það voru keyptir 200 gosdrykkir, snakkpokar og buxur. Síðan þegar við komum heim þá byrjaði ég að laga mig til en það tók mig um 2 tíma að laga hárið hehe mar orðin svoddan pæja í útlöndum!! Okkur var boðið í mat til Nicki og Bo þar sem við fengum spagettí og súkkulaðiköku í eftirrétt, en uppskriftin af spagettísósunni er búin að ganga niður um nokkra ættliði og er rosalega góð. Síðan fórum við á stað sem heitir Dave and Busters og er leiktækjasalur fyrir fullorðna (jeffs plan). Ég verð að segja að ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel hehe það var rosalega gaman og ég meira að segja vann Jeff einusinni í körfuboltakasti!! Hahh daman ekki búin að tapa alveg niður íþróttaandanum þrátt fyrir að vera komin á fertugsaldurinn. Allavega var rosalega gaman hjá okkur og við áttum verulega gott kvöld.

Ég auðvitað tók helling af myndum svo endilega kíkið á nýja albúmið sem er komið upp og heitir þrítugsafmæli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hí hí, virðist hafa skemmt ykkur mjög vel já Enn og aftur til hamingju með daginn. Kjóllinn var mjög flottur! Skvísa.  Dróg alla athyglina frá hrukkunum sko......

Ta ta knús maggasalla

maggasalla (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband