Mánudagur, 30. apríl 2007
Hættuleg iðja
Við Jeff ákváðum í síðustu viku að taka okkur á líkamslega og fara í reglulega göngutúra. Við þrömmuðum c.a. 3 km síðasta föstudag og ætluðum okkur sömu leið í dag. Við búum í göngufæri við lítinn þjóðgarð hérna með ágætum gönguleiðum svo við ætluðum okkur að nýta okkur það. Við vorum komin á gott ról þegar okkur brá þónokkuð, en ekki einn heldur tveir snákar lágu á göngugötunni fyrir okkur!! bæði ég og Jeff skræktum eins og smástelpur og hoppuðum í hringi til að sanna að við værum ekki hrædd við snáka....akkúrat þá hjólaði stelpa framhjá okkur hlægjandi og sagði okkur að þetta væru bullsnakes, eða nautasnákar...og væru algjörlega harmlausir....okkur leist samt sem áður frekar illa á blikuna og ákváðum að labba þar sem væri minna graslendi. Við löbbuðum því bara c.a. 2 km í dag en við bættum það upp með hraða, enda eins og allir vita þá eru snákar hefndargjarnir og vilja oft skríða upp úr klósettisskálinni bara til að hræða þig!! (ehemm)
Þeir sem vilja fræðast meira um nautasnáka geta lesið sér til hérna á ensku
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.