Mánudagur, 7. maí 2007
Áhugaverð helgi
Á föstudaginn fékk ég símtal frá ráðningaskrifstunni sem sér um að ráða fyrir leiguíbúðabransann og mér boðið tímabundin vinna þessa helgi, bara laugardag og sunnudag. Ég auðvitað þáði það og mætti galvösk til vinnu á laugardagsmorgun. Ég auðvitað hafði ekki græna glætu hvað ég átti að vera að gera þarna og hafði u.þ.b 5 mín til að koma mér inn í starfið, það gekk svosem ágætlega enda ekkert sérstaklega krefjandi. Það sem gerði fyrsta vinnudaginn minn í Bandaríkjunum áhugaverðan var það sem gerðist rétt fyrir lokun, hér kemur sagan:
C.a. klukkutíma fyrir lokun þá tókum við eftir ómerktum lögreglubíl sem hafði staðsett sig fyrir framan innkeyrsluna að skrifstofunni, við pældum ekki mikið í því fyrr en við sáum 7 lögreglubíla koma brunandi framhjá, við það vaknaði forvitni okkar og strákurinn sem var að vinna með mér rölti út og spurði lögregluþjóninn sem var fyrir utan skrifstofuna hvað væri í gangi. Svarið sem við fengum væri að það væri ekkert í gangi og við ættum bara að halda okkur inni. Okkur grunaði nú að 7 lögreglubílar táknaði ekki akkúrat að neitt væri í gangi en biðum samt þolinmóð þangað til við fórum að fá símtöl frá íbúunum með tilkynningu um hóp af lögreglumönnum labbandi um hverfið með rifla. Þá leist okkur ekki á blikuna og hringdum á lögreglustöðina enda vildum við fá að vita hvort við ættum að ráðleggja íbúum okkar að halda sig inni. Svarið sem við fengum þar var að lögreglan hefði farið til að handtaka smábrotamann sem hafði náð að sleppa og þeir voru að reyna að finna hann. Okkur grunaði að 7 lögreglubílar fullir af lögregluþjónum með rifla færu ekki að leita af smábrotamanni! Svo kom að lokun en ég hafði lofað að skutla stráknum sem ég var að vinna með og vini hans út á rútustöð, vinur hans ákvað að rölta út og spurja hvort það væri í lagi að við færum. Þegar hann kemur út þá snúa lögregluþjónarnir sér við og byrja að öskra á hann og beina riflunum að honum!! Það kom svo í ljós að þeir voru að leita að manni sem leit svipað út og þessi, hávaxinn svartur maður í dökkum fötum og hann hafði myrt fjölskylduna sína í Walmart eða eitthvað álíka!!! Ég hef sennilega aldrei verið jafn fegin að fara heim úr vinnu og þarna, en þegar ég frétti hvað þeir voru eftir þá brá mér smá. En allavega áhugaverður fyrsti vinnudagurinn í bandaríkjunum heheh.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ elskan...það er alltaf sama fjörið í kringum þig..gott að þið sluppuð heim..Þú segir reyndar ekki hverskonar vinna þetta var ..geri samt ráð fyrir einhverslags skrifstofuvinnu..? Heyrumst bæ
mamma
mamma (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 14:03
Já þetta er skrifstofuvinna :)
Vala Björk Vieregg, 7.5.2007 kl. 19:50
Isss svona er alltaf að gerast í vinnunni hjá mér....
ta ta heyrumst. bíð eftir næstu vinnu fréttum.
maggasalla (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.