Fimmtudagur, 10. maí 2007
Strætó Smætó
Það gekk vel að taka strætó í morgun, ekkert mál fyrir jón pál skoh. Dagurinn gekk vel fyrir sig og ég fékk að vita að fyrirtækið er að leita að fastastarfsmönnum, ég hef reyndar ekki hitt yfirmennina svo enn sem komið er eru það ennþá á slúðurstiginu :) Ég vona bara það besta og geri mitt besta.
Vinnudagurinn var frá 9-18 og Jeff ætlaði auðvitað að sækja mig að vinnu lokinni. Klukkan slær sex og ég þarf að fara út úr skrifstofunni þar sem ég hef ekki lyklavöld allavega ennþá :) tíminn líður og enginn Jeff og ég ekki með gsm og enginn sími nálægt, eftir að ég hafði beðið í 40 mínútur þá var mér nóg boðið og þrammaði af stað auðvitað að drepast úr áhyggjum þar sem þetta er mjög ólíkt Jeff sem er alltaf mjög stundvís. Eftir um 3 km göngu á háhæluðum skóm fann ég loksins Burger King og náði að hringja þaðan heim, þá var Jeff nýkominn heim úr sinni svaðilför en eitthvað gerðist annað hvort gaf ég honum rangar leiðbeiningar eða hann tók vitlausar leiðbeiningar til að fara eftir svo hann fór í akkúrat öfuga átt en hann átti að fara, þar lenti hann í umferðateppu vegna tveggja umferðaslysa með stuttu millibili en það tók hann um 2 tíma að komast aftur heim hehe. En allavega þá veit hann á morgunn hvar hann á að sækja mig og vonandi kemur ekkert fleira uppá :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
He he alltaf jafn heppin elskan en gott að þetta endaði vel..
Kveðja Mamma og Erlingur
mamma (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:35
Kauptu þér gemsa kona!
Lella (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:13
Ég vil frekar fara tvisvar í bíó en að eiga gemsa eins og er :D Allt of nísk. En ef ég fæ meiri vinnu þarna þá ætla ég að íhuga það.
Vala Björk Vieregg, 11.5.2007 kl. 13:51
Keyptu Gemsa já!!!! og komdu þér líka á facebook. Er það ekki eitthvað týpískt fyrir þig?
Magga Salla (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 19:57
Hvað er facebook?? :)
Vala Björk Vieregg, 12.5.2007 kl. 01:17
www.facebook.com
Svona bla bla tengi.....net......veit ekki hvernig eg á að útskýra. Bara svona síða þar sem þú skráir þig álíka og msn og svo geturu tengst vinum þínum á þennan hátt eða það er að segja þá sem eru með facebook. ....Þú skilur þetta þegar þú kíkir á þetta. Getur týpískt leitað að gömlum bekkjarfélögum og hinum og þessum. En já ekki nema að þeir séu með facebook. 'eg er ennþá að bíða eftir að íSlendingarnir taki við sér þannig maður geti farið að leita að fólki.
maggasalla (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.