Bjart framundan

Ég náði tali af yfirmanni mínum í dag en þau eru mjög ánægð með mig og vilja fá mig áfram þó þau séu ekki búin að fastráða mig. Eins og staðan er í dag þá er ég ráðin af ráðningaskrifstofu og fyrirtækið ræður ráðningaskrifstofuna til að senda inn tímabundinn starfsmann (mig). Þeir báðu ráðningaskrifstofuna að senda mig áfram til þeirra svo ég talaði við yfirmanninn og lét hana vita að ég hafði áhuga á fullu starfi frá þeim. Hún var mjög jákvæð á það og bað mig að koma með ferilskrá á mánudaginn sem ég og auðvitað geri. Ef svo heppilega vill til að ég fái fasta vinnu þarna þá komum við líka til með að flytja þangað. Fín staðsetning, 50% afsláttur af leigu svo við myndum leigja okkur 3 herbergja íbúð með tveimur baðherbergjum svo ef einhver vill koma í heimsókn næsta haust fengu þau sitt eigið herbergi og bað :) við myndum spara í bílakostnað þar sem við þyrftum ekki að kaupa okkur annan bíl heldur gætum við frekar sett litla trackerinn okkar upp í betri bíl næsta vetur svo eins og ég segi hlutirnir eru farnir að líta upp á við hjá okkur :) Ef þetta gengur eftir myndum við flytja í lok júní.

Annað það sem er í fréttum, litla systir Jeffs er að flytja á morgunn svo Jeff þarf að hjálpa þeim að flytja á meðan ég er að vinna hehe, en þau fá að hjálpa okkur eftir 1,5 mánuð ef allt gengur vel svo þetta kemur út á eitt. Svo er Nicki og Bo hugsanlega að fara að ættleiða dreng í svokallaðari persónulegri ættleiðingu. Það sem gerðist er að vinkona ættingja þeirra í Chicago varð ólétt og ákvað að gefa barnið. Ættingjarnir hringdu í Nicki þar sem þau vissu að þau voru búin að reyna að eignast barn núna í 6 ár og ekkert gengið. Nicki og Bo eru því búin að standa á haus að reyna að koma ættleiðingunni í gegn en þau þurftu að koma upp með c.a. 700.þúsund á nóinu ásamt því að fara í gegnum alla pappíravinnu og annað sem tengist ættleiðingu, en stelpan er núna komin 7-8 mánuði á leið svo hver veit nema þau verða orðin foreldrar í jún/júlí :) Ég er ekkert smá glöð fyrir þeirra hönd þar sem þau eru svo tilbúin að verða foreldrar og eiga það svo innilega skilið.

Svo er er allt í gúddí, veðrið undanfarið er búið að vera í kringum 20-23°C svo ég er búin að vera að deyja úr hita og það á bara eftir að versna hehe. En allavega, vonandi verður Valan komin með fasta vinnu bráðlega svo ég geti sagt upp leigunni hérna og farið að spara massívan pening með að flytja :D

Kveðja úr sólinni!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En æðislegt altsaman. Vona bara líka að ´þú fáir nýjan frænda þá þarna í sumar.

knús maggasalla

Magga Salla (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband