Miðvikudagur, 16. maí 2007
Samsæri Austur-Evrópu
Svo virðist vera að Vestur-Evrópubúar sitja núna með sárt ennið eftir að komast ekkert áfram í evróvision eftir að hafa dominerað keppninni í sennilega 50 ár :) Því er farið að tala um samsæri að löndin hafi gert samkomulag um að kjósa hvort annað og skipta stigum á milli sín á milli ára! Mér er þá spurn, gerðum við svoleiðis samkomulag við hin skandinavíulöndin þar sem jahh...við fáum alltaf stig frá Noregi og Danmörku og gefum þeim vanalega full hús stiga á móti, og svo framvegis með önnur nágrannalönd. Nú að sjálfsögðu þá getur ekki staðreyndin bara verið sú að Austur-Evrópa er hreinlega að koma með betri lög inn í keppnina meira í þjóðlega gírnum á meðan við í Vestrinu erum að rembast við að vera glimmer popparar :)
Annars er allt gott að frétta af mér, ég talaði við yfirmann minn í vinnunni og hún sagði að það tekur mig um 60 daga að vinna af mér samninginn við ráðningaskrifstofuna svo ég væri pottþétt með vinnu þá daga og eftir það er vel hugsanlegt að ég verði fastráðin. Sem þýðir að ég er væntanlega komin með vinnu nema ég fari að sýna einhver rosalega óábyrgð. Við Jeff erum því að glíma við eigum við að flytja þangað þar sem leigusamningurinn hérna rennur út í lok júní, eða eigum við að vera hérna aðeins áfram ef ske kynni að ég fengi ekki vinnuna. Ég hugsa samt að við endum við að flytja þar sem þetta er mun betri íbúðir og hverfi og ég tala ekki um að fara úr 2 herbergja í 3 herbergja og fá tvö baðherbergi :D Munar um allt!!
Á mánudag kom nokkuð sterkur stormur hingað til Denver, ég fór til Nicki og Bo til að taka fjölskyldumyndir af þeim sem heppnaðist nokkuð vel, síðan þegar við vorum að borða kvöldmat þá heyrum við þessa rosa sprengingu en elding hafði lostið niður í húsið hinum megin við götuna! Nágrannarnir komu yfir til okkar á meðan slökkviliðið kom en sem betur fer var enginn eldur, eldinginn hafði hitt hliðina á húsinu og það urðu smá skemmdir þar ásamt því að eyðileggja tvö sjónvörp í húsinu. Ég ákvað því að vera ekkert að fara heim fyrr en að veðrinu slotaði hehe. En ég komst svo heim um 11 um kvöldið þar sem stormurinn fór frekar hratt yfir.
Breskur þingmaður krefst þess að Evróvisjón-kosningunni verði breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.