Alltaf að vinna

Það lítur alltaf betur og betur út fyrir að ég sé komin með fasta vinnu. Ég talaði við yfirmann minn í dag og hún sagði að hún er að bíða eftir niðurstöðum frá hvort kennitalan mín (bandaríska) sé á glæpaskrá og svo þarf ég sennilega að pissa í bolla til að sýna framá að ég sé ekki á einhverjum lyfjum :) Ef það kemur vel út er ég komin með vinnu....það þarf ekki að spurja að því að ég sé með einhverjar áhyggjur af því svo þetta er bara frábært. Við erum því formlega að fara að flytja í lok júní í 3 herbergja 84fm íbúð með tveimur baðherbergjum, svo ef einhver kemur í heimsókn fær hann sitt eigið herbergi og baðherbergi :) Pabbi ákvað líka að vera svo yndislegur að gefa okkur nýtt rúm svo við eigum meira að segja rúm fyrir ykkur til að sofa í! Það er því bara hamingja á þessum bæ :)

Ekki nóg með það að vera komin með vinnu og að vera að flytja þá fæ ég 50% afslátt af nýju íbúðinni ásamt fleiri fríðindum eins og frítt bílastæði o.s.frv. þannig við komum til með að borga á milli 30-35 þús í leigu. Einnig spörum við að þurfa ekki að kaupa annan bíl, í staðinn getum við bara uppfært gömlu drusluna okkar. Þannig lífið er bjart í dag og með þessu áframhaldi eru sterkar líkur á að daman komi tl Íslands um jólin (fer mest eftir útlendingaeftirlitinu samt).

Annars bið ég að heilsa úr ameríkunni!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jippý yey!!

Magga Salla (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 08:00

2 identicon

Til hamingju!

Lella gamla (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 17:28

3 identicon

Frábært að heyra um þetta allt elskan ..en best líst mér á að þið komið heim um jólin..

ástarkveðja mamma..

mamma (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband