Nýtt rúm!

Þökk sé pabba þá erum við stoltir eigendur nýs rúms!! Við fáum það afhent þegar við flytjum í lok júní þar sem við ætlum ekki að henda rúminu sem við eigum en það fer í gestaherbergið. Við keyptum lengsta rúm sem við fundum sem heitir Californian King, það er svipað á breidd og Queen size en lengra þar sem Jeffinn minn rétt svo passaði í Queen size ef hann var með hausinn upp að höfuðborðinu hehe svo það verður bara rúm inn í svefnherberginu og ekkert annað þar sem það kemst ekkert annað fyrir hehe.

Annars er allt gott að frétta af okkur, ég á að fara að pissa í bolla í dag fyrir fyrirtækið sem ég er að fara að vinna hjá sem er síðasti linkurinn í ráðningaferlinu, passa upp á að ég sé ekki í dópi og vitleysu. Við erum búin að velja íbúðina sem við ætlum að flytja í sem er enn og aftur á þriðju hæð, en við gátum valið um fyrstu, aðra og þriðju hæð, við vorum að spá í fyrstu en þá erum við með fólk fyrir ofan okkur að trampa á okkur og með þriðju hæðinni fáum við hátt til lofts sem gerir íbúðina fallegri svo við höldum okkur við stigana.

Jeff kom heim úr vinnunni í dag með lítið grill handa mér!! Jeiiii þetta er svona ferðagasgrill sem kostar 24 dollara og dugar okkur fínt þangað til við fáum okkur alvörugrill. Svo í kvöld verður grillmatur....og á morgunn, og hinn og hinn og hinn.....og hinn.. hehe.

Annars þá kveð ég ykkur ég þarf að ákveða hvað ég ætla að hafa í matinn á morgunn en Nicki og Bo eru að koma í heimsókn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ til hamingju með nýja rúmbáknið

Þið hringið bara í hvort annað ef þið finnið ekki hitt í rúminu...

mamma (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband