Formlega komin með vinnu!!

Í dag tók yfirmaður minn mig á tal og réð mig formlega. Ég bjóst ekki við að verða ráðin formlega fyrr en í byrjun júlí, en þá rennur samningurinn minn út við ráðningaskrifstofuna, hún ákvað s.s. að kaupa samninginn út! Það kostar meira fyrir fyrirtækið en hún vildi frekar að ég ynni fyrir þau heldur en ég færi að hlaupa eitthvert annað. Þannig við erum á grænni grein.

Pabbi kemur hingað svo í júlí í 2 vikna heimsókn aftur sem er frábært, alltaf gaman að fá gesti, og ég tala ekki um að þá verðum við með meira pláss!

Annars er ekkert annað í fréttum, það er allt við það sama hérna, við bara vinnu, grillum og sofum :)

Kveðja úr Ameríkunni!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með vinnuna og allar þessar jákvæðu breytingar.  Gangi ykkur áfram svona vel. Vonandi ferðu svo að sjást hér á Klakanum innan tíðar;)  kveðja, Agla Marta.

Agla Marta (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 11:43

2 identicon

Vá til hamingju!!! ædislegt. alveg bara super duper. Og sofid gott i nyja ruminu.

Att thetta svo innilega skilid elskan min!!

Heyrumst og sjaumst svo endilega um jolin.

Maggasalla

Magga Salla (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 13:30

3 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Já þetta gæti ekki verið betra, ég fæ 2 vikur í frí á hverju ári og ég á rétt á því eftir 6 mánuði í vinnunni. En ég verð búin að vera í 6 mánuði þarna í nóvember hehe, svo þetta passar allt saman og allt lítur betur og betur út fyrir að ég komi heim um jólin!

Vala Björk Vieregg, 5.6.2007 kl. 17:26

4 identicon

Víhíhíhíhí!!!! við hlökkum ekkert smá til að sjá þig um jólin. ég mæti kannski bara með allt stóðið á flugvöllinn þar sem við getum tekið á móti ykkur með pompi og prakt. ég klæði börnin í íslenska þjóðbúninga og víkingahatta, kenni þeim að dansa vikivaka og kyrja Krummi svaf í klettagjá. svo getur ólinn sýnt dansgjörning, nakinn með blóm í hárinu. hvernig líst þér á það?

Lellan (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 09:28

5 Smámynd: Vala Björk Vieregg

hahahaha við tökum þig á orðinu!!! Nú býst ég við engu minna!!! :D

Vala Björk Vieregg, 6.6.2007 kl. 18:30

6 identicon

ha ha thetta hljomadi svo vel ad vid fjølskyldan ætlum ad koma sama dag!! Vala vid verdum i samradi med midakaup 

Se ola alveg fyrir mer

ta ta.

Magga Salla (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 12:28

7 Smámynd: Vala Björk Vieregg

haha þokkalega!! Ég læt þig vita þegar við förum að huga að miðakaupum!! Þetta verður æðislegur dagur, dans, söngur og gjörningur!!!  Ég gæti ekki hugsað mér betri jól!!

Vala Björk Vieregg, 7.6.2007 kl. 13:16

8 identicon

Jæja, ætli það sé þá ekki best að ég lati ólann vita svo hann geti farið að semja... hann verður glaður :D

Lellan (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband