Mánudagur, 11. júní 2007
Í fréttum er þetta helst...
Nákvæmlega ekki neitt. Okkar líf gengur sinn vanagang, við vinnum, grillum, sofum og hlökkum til að flytja í nýju íbúðina í nýja rúmið. Sem stendur þá skipti ég um vakt við samstarfsmann minn svo ég tek 7 daga törn á móti hans 7 daga törn svo hann gæti keppt í undankeppninni í Póker til að komast á meistaramótið. Ég á eftir að vinna núna mánudag, þriðjudag og miðvikudag og svo er ég komin aftur í frí. Akkúrat núna er ég að hafa mig til í vinnuna, en ég hef 35 mín eftir og á eftir að þurrka hárið, mála mig og ákveða í hvaða fötum ég vill fara, og já má ekki gleyma undirstöðu dagsins, morgunhafragrautinn :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.