T-bone steik!

Í dag grilluðum við okkar fyrstu T-bone steikur!! Þær eru vanalega mjög dýrar en í dag voru þær á útsölu svo daman var ekki lengi að skella sér á tvær!! (Þessi saga var bara sögð til að gera pabba abbó).

Annars er ekkert sérstakt að frétta af okkur, við erum að fara að undirbúa flutninginn eftir tvær vikur og ég verð ekkert smá fegin þegar það er búið, enda veit ég fátt leiðinlegra en að flytja. Vinnan gengur mjög vel, ég er dugleg að leigja út íbúðir en ég fæ extra pening fyrir hverja íbúð sem ég sel.

Veðrið er að verða betra og betra með hverjum deginum, hitinn fór upp í um 30°C um daginn, svo í hvert skiptið sem ég þurfti að fara út þá nánast dó ég úr hita!

Svo fer að styttast í að pabbi komi í heimsókn en hann kemur um miðjan júlí og ekkert nema frábært, en annars hef ég ekkert annað að tala um í bili svo ég bara kveð ykkur í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mmmmmmm... steik... *slurp slurp*

ég skal annars hjálpa ykkur að flytja í huganum :)

Lellan (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 08:48

2 identicon

hæ hæ ...Gott að heyra að allt er að ganga upp hjá þér....Ég er komin heim en ekki Erlingur...bæ bæ mamma

mamma (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband