Þriðjudagur, 19. júní 2007
Vika í flutninga
Það er um vika í flutninga hjá okkur en við fáum lyklana næsta laugardag. Jeff verður í Flórida þá svo ég byrja á því að flytja smádót um helgina og svo kemur hann inn í myndina vikunni eftir, en við þurfum ekki að vera komin út hérna fyrr en 30. júní. Við fengum líka að vita í dag hversu mikið við þyrftum að borga í innflutningskostnað en við bjuggumst við um 1000 dollurum, nei nei við þurfum að borga heilar 163 dollara!!! Svo daman ætlar sér að fara að versla í fríinu á fimmtudag og föstudag!! Á listanum eru nýjar buxur, léttir toppar fyrir vinnuna þar sem það er orðið allt of heitt, og skór!!
Þegar Jeff kom að sækja mig í vinnuna í dag, þá tilkynnti hann mér að okkur væri boðið í afmæli til mömmu hans en hann steingleymdi að hún ætti afmæli í dag hehe, svo það var hlaupið út í búð og keyptur blómavöndur og gjafakort hehe. Veislan heppnaðist mjög vel fyrir utan að við vorum bæði dauðþreytt enda orðin svo gömul að við erum vanalega komin upp í rúm og farin að hrjóta um 10 leytið á kvöldin!!
Talandi um það kl er 22.30 langt framyfir minn svefntíma svo ég kveð í bili!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.