Laugardagur, 23. júní 2007
Grasekkja
Sem stendur er ég orðin grasekkja framá sunnudag. Ég sendi Jeff til Flórida í 10 ára brúðkaupsafmælisveislu vinar síns en allir gömlu vinir hans verða þarna. Ef einhver skilur hvernig það er að sakna vina sinna þá er það ég, svo ég sendi kallinn suður um helgina. Á meðan er gamlan heima að pakka og undirbúa flutninginn. Það verður nokkuð erfitt að samræma flutninginn hjá okkur en ég vinn frá 9-18 á hverjum degi, Jeff vinnur frá 5 - 13, nema þessa viku þá frá og með miðvikudag til föstudags vinnur hann frá 14 - 20, en við höfðum hugsað okkur að flytja mest á fimmtudeginum þar sem ég er í fríi þann dag. Þannig við ákváðum að reyna að flytja á þriðjudeginum, Jeff byrjar eftir vinnu og ég kem inn í myndina eftir kl 18.00. Úfff hvað ég verð fegin þegar þessi vika er búin.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.