Sunnudagur, 24. júní 2007
LOKSINS!!
Loksins eftir eitt og hálft ár af endalausri bið og þolinmæði er ég komin með græna kortið hérna í Bandaríkjunum!!! Og nei kortið er ekki grænt hehe, einnig fékk ég lítinn bækling með sem heitir Velkomin til Bandaríkjanna!! Nú þarf ég bara að vinna í að fá mér ferðavísa og þá er nokkuð ljóst að ég komi heim um jólin jibbí!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Í öðrum fréttum þá er daman bara á fullu að pakka, það fyrsta sem ég pakkaði voru pottarnir og pönnurnar svo ég þurfi ekki að elda neitt heheh, næsta var helmingurinn af diskunum en við eigum pappadiska sem við getum borðað af svo eldhúsið er nánast farið. Í morgun þegar ég var að hafa mig til í vinnuna þá beygði ég mig niður til að taka upp veskið mitt og klikk...eitthvað small í bakinu og nú geng ég um eins og gömul kelling (no offense mamma ). Ég læt það nú ekki á mig fá, ét nokkrar verkjapillur og hala nokkrum kössum á nýja staðinn!! Jeff kemur svo heim á morgunn en á þriðjudaginn leggst stærsti hluti flutningsins á hann greyið svo ég ætla að reyna að flytja sem mest ég get núna.
En allavega VÚHÚÚÚ LOKSINS KOMIN MEÐ GRÆNA KORTIÐ!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hammó með græna kortið!!! Þvílíkt svekkelsi að það skuli svo ekki vera grænt;) Þetta eru allavega alveg frábærar fréttir og ég verð að viðurkenna að ég dáist að þolinmæði þinni, ég væri löngu farin heim held ég. Enda kallinn minn hér heima, hehe. Bara enn og aftur til hamingju og gangi þér allt í haginn sem þú tekur þér fyrir hendi. Kveðja, nina.
Nina fína (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 15:37
hó hó en æðislegt að sjá á blogginu þínu dúllan mín...til hamingju.Tek undir með Nínu með þolinmæðina... Gangi ykkur vel með pökkunina og flutningana.
Kær kveðja mamma og Erlingur
mamma (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 21:22
JIPPY YEY. Til hamingju. Ædislegt. Svo er bara koma ferdavisanu i boks og vid sjaumst a Leifsstod!
Og Oli; U better dance
Ti hi ti hi.
Heyrumst
ps. Sveinung var ad finna nytt simafyrirtæki fyrir okkur..,... skemmtilega var ad tad er okeypis ad hringja til Islands og USA. Hringji thegar thad er komid.
Magga Salla (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 08:50
Vúhú, geggjað!
Þolinmæðin þrautir vinnur allar eins og einhver sagði í gamla daga.
Innilega til hamingju, og já, eins gott fyrir þig að koma þá í heimsókn um jólin. það þarf sko einhver að hjálpa mér að hafa stjórn á öllum barnaskaranum :p
magga: auðvitað dansar ólinn, hann er geðveikt spenntur yfir þessu og byrjaður að æfa.
Lellan (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.