Netleysi

Næstu daga verð ég netlaus þar sem við verðum aftengd hér á morgunn, síðan tekur nokkra daga að tengja á nýja staðnum. Við erum byrjuð að flytja allskonar dót þangað meðal annars dýnuna okkar, svo það verður sofið á sófanum í kvöld og svo sofum við á nýja staðnum á morgunn. Við hefðum flutt meira í kvöld ef það væri ekki stormur aðvaðandi svo við ákváðum að segja það gott í bili. Íbúðin er ekkert smá næs, stór og rúmgóð!! Svo á fimmtudaginn fáum við nýja rúmið sem er frábært og ég get ekki beðið eftir að fá loksins almennilegt rúm með eðal dýnu, þá kannski hætti ég að vakna upp eins og gömul geit en það tekur mig liggur við hálftíma að rétta úr mér á morgnana hehe!

En þangað til næst!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ við verðum bara í bandi fljótlega eftir tengingu á nýja heimilinu..þangað til gangi ykkur vel og til hamingju með allt þetta .

Kveðja mamma og Erlingur.

PS.Takk fyrir afmælisgjöfina elskan .. er ánægð með þetta..

mamma (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband