Föstudagur, 29. júní 2007
Næstum því flutt!
Jæja þá erum við næstum því flutt, við erum orðin nettengd á nýja staðnum svo það er allt í gúddí svotil en við eigum ennþá eftir daginn í dag og á morgunn til að flytja draslið okkar hingað. Við eigum bara lítinn bíl sem ekki mikið kemst inn í en samt höfum við náð að flytja megnið af dótinu okkar í honum. Annars er allt að smella saman við fengum nýja rúmið okkar í gær sem þýddi það auðvitað að við sváfum út í morgun þar sem það var gjörsamlega ómögulegt að vakna, svo þægjó að liggja bara í rúminu allan morguninn (en daman er vanalega vöknuð fyrir kl 8 á morgnana núna). Svo við byrjuðum ekki á neinu fyrr en kl 10 í morgun. Nýja íbúðin er frábær, ekkert nema pláss, ég get fundið stað fyrir allt draslið sem ég hef sankað að mér og meira til í staðinn fyrir á gamla staðnum þá þurfti ég að nota t.d. ofan á ískápnum sem geymslu sem auðvitað datt á hausinn á manni af og til hehe en við erum allavega mjög happy sem er. Það sem er því á næstunni er að halda upp á að vera komin með græna kortið loksins, innflutningsparty og taka á móti pabba sem er að koma í heimsókn í tvær vikur!! Þannig það er stuð í ameríkunni!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að heyra það ..að allt gengur vel ..enn og aftur til hamingju með allt það góða sem er að gerast hjá ykkur..
kær kveðja Mamma og Erlingur
mamma (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 23:06
Æði!
minni þig svo bara á að senda inn myndir af nýja slottinu, mann langar sko að sjá herlegheitin :)
Lellan (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.