Sunnudagur, 8. júlí 2007
Kvikmyndaveitingahús
Í gær eftir vinnu fórum við á svokallað kvikmyndaveitingahús, eða kvikmyndakrá. Þetta er brilliant hugmynd þar sem þú ferð í bíó en á meðan þú ert að bíða eftir myndinni geturu farið á barinn en þar buðu þeir upp á eitt stærsta bjórglas sem ég hef séð, svo auðvitað fengu Jeff og Bo sér það á meðan við stúlkurnar (ég og Nicki) vorum hógværari og fengum okkur kokteil. Síðan var okkur vísað inn í bíósal og þá var tekin pöntun fyrir matinn. Þjónustan var frekar upp og ofan krakkarnir sem voru að þjónusta okkur áttu það til að koma með ranga pöntun, koma til okkar tvisvar til þrisvar með ranga drykki o.s.frv en þegar við fengum svo matinn okkar þá var þetta frábært. Við sátum í þæginlegum stól fyrir framan borð að jappla á góðum mat og horfa á Transformers sem er bara ansi góð þótt ég hafi aldrei séð þættina svo ég muni eftir!! Svo mjög skemmtilegt kvöld, svipað og fara út að borða og svo í bíó nema tekur ekki eins mikinn tíma og kostar svipað.
Að öðru leiti erum við bara að koma okkur fyrir í rólegheitum en okkur er farið að líða nokkuð vel hérna, bæði ég og Jeff erum farin að sofa lengur og betur í nýja rúminu en kallinn steinsefur á meðan ég skrifa þetta með köttinn sér við hlið hehe. Vinnan gengur vel og ég er líka mjög ánægð þar, áhugavert og kerfjandi starf með góðu og skemmtilegu starfsfólki.
Pabbi er svo að koma eftir viku, eða á miðvikudaginn svo ég þarf að koma gestaherberginu í stand, en sem stendur erum við enn að ákveða hvort við viljum halda rúminu sem við erum með eða fá okkur box undir dýnuna í staðinn til að spara pláss. Svo auðvitað þegar hann kemur þá kemur hann færandi hendi með gömlu myndavélina sem hann ætlar að arfleiða mig af svo það verður tekið nóg af myndum og farið út um alla Denver og úthverfi til að finna myndefni :)
Þannig allt í allt þá er allt gott að frétta héðan úr Ameríkunni, veðrið er alltaf við það sama, sól og heitt. Ég kveð ykkur í bili!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hvar eru myndirnar af nýju íbúðinni? maður er orðinn vel spenntur sko...
Lellan (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.