Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Pabbi í heimsókn
Þá er pabbi í loftinu á leið til Boston en karlgreyið á langt ferðalag fyrir höndum. Hann lagði af stað kl 4.30 að morgni mínum tíma og kemur ekki fyrr en kl 21.30 í kvöld. Hann þarf að fljúga frá Íslandi til Boston, Boston til Atlanta og Atlanta til Denver, en á sama tíma þá sparaði það honum allavega 35 þús við að fara í gegnum Boston í staðinn fyrir Minneapolis.
Ég er annars að borða morgunmat, er á leiðinni í vinnuna, morgunmaturinn samanstendur af morgunkorni sem eru litlar smákökur í mjólk hehe mjög gott! Vinnan gengur mjög vel í gær átti ég þrjár leigur sem samanstendur af 225 dollurum fyrir utan tímakaupið, ég get verið ánægð með það. Vonandi verður dagurinn í dag jafngóður. Við fengum tvo af þremur yfirmönnum sem við erum búin að bíða eftir núna í 2 mánuði sem er bara frábært, þær virka mjög vel á mig en það þýðir líka að ég get núna einbeitt mér að því að vinna mína vinnu.
Allavega morgunmaturinn búinn og ég þarf að koma mér!
Heyrumst!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.