Sunnudagur, 15. júlí 2007
Fyrstu dagarnir
Þá er pabbi búinn að vera hérna í nokkra daga, en hann greyið lennti í miklum seinkunum bæði í Boston og Atlanta svo ferðalagið hans lengdist um 3 klst. Hann vaknaði samt snemma morguninn eftir tilbúinn að fara að snattast með mér hehe. Við fórum með hann í búðaklasa sem er búin að framkvæma miðbæjarstemmingu en það er mjög fallegt að labba þar um og rölta á milli búða. Þá bauð ég kallinum í hádegismat á asískan veitingarstað sem er með einstaklega góðan mat. Síðan var auðvitað ferðinni heitið í myndavélabúð þar sem hann keypti sér allskonar dót þar á meðal linsu fyrir mig en hann gaf mér gömlu myndavélina sína ásamt tveimur linsum!! (ég er ekkert smá dekruð). Daginn eftir þá ákvað ég að kenna honum aðeins á strætókerfið en við tókum strætó niður í miðbæ Denver sem gekk mjög vel, þar var auðvitað aftur farið í hádegismat í brugghúsi sem er veitingarstaður sem sérhæfir sig í að brugga sinn eigin bjór. Niðrí miðbæ hittum við svo Gandalf galdrakarl sem greinilega reykir....ekki vissi ég það! Í kvöld buðum við honum svo á alvöru steikhús, þar er hver skammtur nógur fyrir þrjá manns svo ég var orðin svo södd að ég gat ekki einusinni smakkað einn bita af rosalega girnilegri súkkulaðiköku!! Aldrei hélt ég að ég myndi upplifa þann dag að ég kæmi ekki súkkulaðiköku og ís niður :( En allt í allt þá er heimsóknin hans búin að vera mjög góð hérna og jahh....nóg af mat!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hva gerið þið ekkert annað en að éta ,og taka myndir?
Nú nú og hvar eru þær,kannski ekki til sýnis????
kveðja Við í Kambahrauni
mamma (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 23:06
Þú ert vonandi ekki búin að gleyma albúminu mínu huhh!!! valkyrjan.deviantart.com
Allar myndir sem ég tek eru settar þarna inn, fyrir utan auðvitað túrista og fjölskyldumyndir, þær koma hérna :)
Vala Björk Vieregg, 16.7.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.