Kominn Tími á Færslu

Jæja ég held það sé kominn tími á færslu. Ég er búin að vera frekar upptekin undanfarið aðallega frá vinnunni. Við erum að vinna að smá söluátaki og ég er að búa til kynningarefni fyrir okkur. Ég kynni það hérna seinna þegar það er tilbúið. Að öðru leiti gengur lífið hérna sinn vanagang.

Ég lofaði annars ferðasögu þegar pabbi var hérna. Við fórum vítt og breitt um stað sem heitir Colorado Springs sem er rétt við fjallgarðinn á the Rocky Mountains. Þar fórum við í Garden of the Gods sem skartar gífulegri náttúrufegurð með svokölluðum Red Rocks. Eftir það var ferðinni heitið upp að Seven Falls sem er mjög hár foss en með litlu vatni í. Þar sáum við indjánadans og fórum upp á topp að fossinum. Það var mjög heitt þennan dag eða um 37 stiga hiti svo það er kraftaverk við náðum að gera eitthvað! Við enduðum þann dag svo á því að fara í dýragarð sem virðist sérhæfa sig í gíröfum, en þeir voru með stóran gírafagarð þar sem maður gat gefið þeim að borða ásamt fleiri dýrum frá Afríku, mjög skemmtilegur garður.

 


 

 giraffefamily

 

Seinni ferðin til Colorado Springs þá skoðuðum við gamlan Indjánabæ. Það var rosalega flott þar en byggingin var byggð inn í bergið þannig það voru herbergi og gangar svotil inn í fjallinu. Eftir það fórum við upp á Pikes Peak sem er rosalega hátt uppi, eða í yfir 4000 metra hæð. Það tók okkur 3 tíma að keyra upp með stoppum auðvitað en þegar við komust á toppinn vorum við inn í skýji og það var skítakuldi, svo við fórum úr 35 stiga hita niður í 10 stiga hita eða svo. Einnig fundum við vel fyrir hæðinni enda ansi hátt uppi :)

 

eagledance

Restinni af ferðinni hans pabba eyddum við í ljósmyndabúðum og að borða góðan mat :) 

Hvort við komum heim um jólin kemur vonandi í ljós í sept eða okt, en það veltur allt á því hvort ég fái frí úr vinnunni eða ekki. Eins og staðan er núna dettur mér ekki til hugar að biðja um frí um jólin þar sem við erum undirmönnuð á öllum köntum og brjálað að gera hjá öllum, ég ætla frekar að bíða þangað til hlutirnir fara að róast. En yfirmaður minn er mjög fín svo ég held að þetta verði ekkert mál, enda er ég farin að hlakka rosalega til að koma heim. Það eru nánast allar vinkonurnar búnar að eignast barn, sumar (Lella) verða meira að segja búnar að eignast tvö!!  Mamma búin að kaupa sér hús og ég veit ekki hvað og hvað!! Það verður spennó!!

 

Annars auglýsi ég hér og nú eftir einhverjum í "skiptiprógram" ég kaupi handa þeim hér og sendi til Ísland og þau kaupa handa mér á móti á Íslandi og senda mér hingað!!

P.s. Lella, e-mailaðu mér nýja heimilisfanginu þínu!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dísaborgir 9, 112 Grafarvogi

 ég er annars alveg til í í svona skiptiprógram :)

Lella og krakkastóðið (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband