Mánudagur, 27. ágúst 2007
Fréttir úr Ameríkunni
Og þó, eiginlega er ekkert af okkur að frétta, við skelltum okkur í bíó um helgina á Superbad, ég var ekkert sérlega hrifin það voru nokkrir góðir brandarar það var allt of sumt. Að öðru leiti þá er ég bara á fullu að vinna, sofa og borða. Næstu helgi fáum við svo gesti utan af landi og verður þá eldað alíslenskt lambalæri!! Auðvitað verð ég líka með hamborgara og pulsur (nema mér detti eitthvað annað í hug) þar sem sumir Ameríkanar finnast lömb óhugnaleg tilhugsun að borða. Kú er annað mál! Ef eitthvað er, þá þyrfti að senda þá á bóndabæ á Íslandi og elta nokkrar kindur sem hafa komist utan við girðinguna og eitt er víst að eftir 5 mínútur þá skipta þau um skoðun!!
Hér er allt við það sama, hitinn er sem betur fer farinn úr 40°C yfir heitasta tímann niður í 35°C :) Ég er nánast farin að sakna kuldans en það getur dottið niður í 20°C frost á veturna! En þar sem ég er farin að babla um veðrið þá læt ég þetta duga í bili!!
Kveðja úr landi tækifæranna!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.