Laugardagur, 1. september 2007
Enn og aftur
Dyggir lesendur muna kannski að snemma á árinu þá var útvarpinu okkar stolið úr bílnum okkar. Á miðvikudagsnóttina var aftur brotist inn í bílinn okkar, en einhver snillingurinn hafði kýlt í gegnum rúðuna hehe. Þegar þjófurinn klári svo komst inn í bílinn kemst hann að því að það er ekkert útvarp til að stela!! Við hinsvegar sitjum svo uppi með reikninginn að kaupa aðra rúðu! Það virðist lítið þýða að skilja bílinn eftir ólæstann þar sem þjófarnir skilja ekki svoleiðis vitleysisgang og brjóta rúðuna bara samt. Rúðan kostar sennilega meira en bíllinn!! Frídagurinn minn fór því í að skipta um rúðu og hinn frídagurinn í að þrífa og versla en við erum að fá gesti útanaf landi á sunnudag og mánudag, en mánudagurinn næsti er frídagur!!
Vinnan er alltaf jafn bissí, við erum enn undirmönnuð af allavega tveimur starfsmönnum á skrifstofunni og 3 af útimönnunum. Allavega eru dagarnir fljótir að líða! Ég er enn að bíða eftir haustinu en það er ennþá vel heitt hérna á daginn.
Eins og ég sagði áður þá erum við að fá matargesti í Hádegis/eftirmiðdagsmat á mánudaginn, en á matseðlinum er grillaður kaboob steik á priki með allskonar grænmeti og mjög gott melónusalat með jarðaberjum í eftirrétt ég er svo að spá að þeyta rjóma bræða súkkulaði í rjómann og hafa ís með.
úff núna varð ég svöng. Við heyrumst seinna!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.