Ný bloggsíða

Jæja börnin góð, ég hef ákveðið að færa mig yfir á þessa bloggsíðu. Ég fékk nokkrar kvartanir að það væri erfitt að setja inn athugasemdir á hinni síðunni og þegar ég er að gera grín að múttu og hún getur ekki svarað mér, þá eiginlega verð ég að færa mig. Annars líkar mér þetta kerfi ágætlega, það er á íslensku og ég get sett inn myndir, þannig þetta er bara hið besta mál.

Það er lítið að frétta af okkur hérna eins og vanalega, við fórum í bíó seinasta sunnudag á Pirates of the Caribean 2 sem er alveg ágæt, týpísk framhaldsmynd en samt þess virði að sjá. Eftirá var grill heima hjá tengdasystir Nicki og Bo og svo bara heim. 

Laugardeginum eyddi ég í búðarápi með Nicki, mig vantar boli svo það var farið að leita að bolum. Það sem ég keypti var rosa sæt skyrta á mömmu og fínan bol á manninn hennar og gallabuxur á mig. Engan bol, svo núna á ég nýjar buxur en vantar ennþá boli!


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sko annað ..Nú get ég skammast..og svarað fyrir mig..Líka gott fyrir þig að hafa þetta á íslensku..ert hætt að hugsa á móðurmálinu..Það er ekkert til sem heitir tengdasystir..Heldur er það mágkona he he..Serðu eftir að hafa hleypt mér á ath ..semdir á blogginu he he he he kær kveðja mamma

mamma (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 09:36

2 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Tengdasystir, mágkona....pffft!

Vala Björk Vieregg, 8.9.2006 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband