Fimmtudagur, 13. september 2007
Mullets
Denver er þekktur fyrir að hafa "Rednecks" eða "Sveitadurga" þetta er vanalega fólk sem hefur ekki vaxið upp úr 80's tískunni, býr í hjólhýsum og drekkur bjór við mjög óviðeigandi tækifæri eins og í jarðaför :)
Ég þurfti að afgreiða einn slíkan í vinnunni í gær. Þetta var sennilega erfiðasta stundin í lífi mínu þar sem ég þurfti að taka verulega á honum stóra mínum til að veltast ekki um gólfið af hlátri. Hann var með gult aflitað hár í allt of þröngum og stuttum stuttbuxum, og yfirvaraskegg....Hann leit svipað út og þessi á myndinni nema 20 árum eldri og 50 kg þyngri :)
Amma Jeffs er í heimsókn þessa vikuna svo við erum frekar upptekin með að eyða tíma með henni, en hún býr í Flórida. Svo ég verð ekki mikið á msn þessa vikuna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vá! þessi er ekkert smá sætur!!!
Lellan (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.