Pabbi í heimsókn

Pabbi

Pabbi lenti í Denver í gær en hann verður í heimsókn hjá mér í tvær vikur. Hann var svo góður að koma með kisu með sér sem fannst nú ekki mikið um að ferðast í 15 klst. Þegar við komum heim loksins þá hafði hún ekki tíma til að fá sér að borða eða neitt þ.h. því hún var svo upptekin við að skoða sig um í nýju íbúðinni.

Fyrsta verkefni pabba var að gera við baðkarið mitt, en ég er búin að vera með stífluvandræði í margar vikur, svo kemur kallinn í heimsókn og gerir við það á 5 mín hehe. Við skelltum okkur svo í göngutúr í stórum þjóðgarði sem er í göngufæri frá mér og eyddum síðan deginum í að skoða í búðir. Hann keypti sér skó og tvennar buxur, og við skoðuðum svo myndavéla og tölvudót.  Á meðan var Líf rosa góð stelpa heima hjá Jeff.

Hér til vinstri er linkur sem heitir "Albúmin mín", þegar þið smellið þar þá getið þið skoðað myndir sem ég hef sett hérna inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband